Þriðjudagur 3. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Maður játar að vera eigandi hunds sem drap nágranna hans: „Hann var mjög góður drengur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Maður hefur játað að vera eigandi hættulegs og stjórnlauss hunds sem drap nágranna hans.

Christopher Bell, 45 ára, viðurkenndi brotið við Newcastle Crown dómstólinn.

Eigandi hundsins.

Hundurinn, sem er af XL Bully tegundinni, drap Ian Langley í Shiney Row nálægt Sunderland 3. október á síðasta ári. Hinn 54 ára gamli Langley hlaut banvæna áverka á hálsi þegar hundurinn réðist var á hann þegar hann var úti að ganga með hvolpinn sinn.

Bell, sem áður bjó á Maple Terrace, Shiney Row, játaði að vera eigandi hunds sem olli meiðslum sem leiddi til dauða þegar hann var hættulega stjórnlaus á opinberum stað. Bell, sem nú býr í Coltman Street, Hull, er laus gegn tryggingu en dómurinn verður kveðinn upp 27. janúar næstkomandi.

Lögreglan skaut hundinn, sem hét Titan, til bana á vettvangi, til að verja öryggi borgaranna.

Nágrannar sögðu að Langley, sem var upphaflega frá Liverpool, hafi verið úti að ganga með Patterdale-hvolpinn sinn sem heitir Bow þegar ráðist var á hann. Hvolpurinn hans náði að flýja og var í umsjá nágranna í kjölfar árásarinnar sem hryllti íbúa sem bjuggu á svæðinu.

- Auglýsing -

„Hann var mjög góður drengur, hann hefði ekki átt möguleika á móti stórum hundi“.

Michael Kennedy, einnig frá Shiney Row, sagði að hann hefði þekkt Langley í meira en 20 ár og bætti við að margir þekktu hann einfaldlega sem „Scouse“.

Kennedy sagði: „Hann var mjög góður drengur, hann kom frá Liverpool, hann var elskulegur manngarmur, má segja. Hann gerði engum mein, hann var ekki ofbeldisfullur maður, hann var ekki harður maður, ekki sú týpa sem leitaði að vandræðum. Hann var mjög grannur og hefur ekki átt sjens í stóran hund.“

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -