Karlmaður fannst látinn í bifreið í gær, í bænum Södertälje sem er í Stokkhólmssýslu í Svíþjóð. Hafði maðurinn verið skotinn til bana.
Fram kemur á fréttasíðu svt.se að lögreglan hafi hafi viðamikla rannsókn og kallað fjöldi manna til yfirheyrslu þó enginn hafi enn verið handtekinn. Þá hefur hún fundið bíl í sem hún telur að morðinginn eða morðingjarnir hafi ferðast í. Notast lögreglan við þyrlu sem sveima yfir svæðið en einnig er hún að skoða myndbönd úr öryggismyndavélum.

Mynd: Skjáskot
Aðspurð hvort morðvopnið sé fundið, vildi lögreglan lítið gefa upp en sagðist hafa fundið ýmislegt sem talið er gagnast rannsókninni.
Nánustu ættingjar fórnarlambsins hafa verið látnir vita af andlátinu.