Fimmtudagur 28. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Manndrápið í Torrevieja: Gagnrýnir fréttaflutning á Íslandi og á Spáni af málinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sambýliskona íslenska mannsins sem lést á Spáni ósátt við fréttaflutning fjölmiðla.

 

Mannlíf greindi frá því í gær að Sverrir Örn Olsen hefði fundist látinn á heimili sínu í Torrevieja á Spáni aðfararnótt sunnudagsins 12. janúar, hann var 65 ára að aldri. Guðmundur Freyr Magnússon, stjúpsonur Sverris Arnar, er í haldi lögreglunnar í Torrevieja, grunaður um að hafa orðið Sverri Erni að bana.

Kristín Guðmundsdóttir, móðir Guðmundar, er ósátt við fréttaflutning spænska miðilsins Informacion af málinu, að því er kemur fram í Fréttablaðinu í dag, en bæði Morgunblaðið og Ríkissjónvarpið vitnuðu í Informacion.

Kristín segir Informacion fara með rangt mál, þar sem miðillinn greindi frá því að sonur hennar hafi klifrað yfir vegg og þannig komist inn á heimili Kristínar og sambýlismanns hennar. Þar segir að komið hafi til átaka sem endað hafi með því að sambýlismaðurinn hafi fallið á rúðu og hún brotnað. Við það hafi hann hlotið fjölda áverka og látist. Hið sanna sé að sonur hennar hafi kastað 14 kílóa gaskút í gegn um rúðuna og síðan ruðst inn á heimilið, ýtt sambýlismanni hennar í gólfið og síðan lagt ítrekað til hans með hnífi. Það hafi orðið honum að bana.

„Það áttu sér engin átök stað. Sonur minn hafði hann undir á skömmum tíma,“ segir Kristín í samtali við Fréttablaðið. Skýrsla var tekin af henni í gær og hún á að mæta aftur klukkan tíu fyrir hádegi í dag.

Með langan sakaferil að baki á Íslandi

- Auglýsing -

Guðmundur Freyr sem grunaður er um að hafa orðið sambýlismanni móður sinnar að bana er nýlega orðinn fertugur. Frá 16 ára aldri hefur hann minnst átta sinnum verið dæmdur til refsivistar fyrir hegningarlagabrot, fíkniefnabrot, tollalagabrot, lyfsölulagabrot og skotvopnalagabrot. Þann 19. desember 2007 var Guðmundur Freyr dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa kveikt í parhúsi á Þorlákshöfn. Kona og tvö börn voru sofandi í hinum hluta parhússins þegar Guðmundur lagði eld að húsinu. Í sama dómi var Guðmundur Freyr dæmdur fyrir rán vopnaður hnífi, fjársvik, ölvunarakstur og vörslu fíkniefna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -