Miðvikudagur 5. október, 2022
5.8 C
Reykjavik

McConaughey var kúgaður til kynlífs 15 ára og nauðgað 18 ára: „En ætla ég að burðast með þetta?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Stórleikarinn Matthew McConaughey tjáði sig opinskátt um fortíðina í nýju viðtali í hlaðvarpsþættinum The Conversation: About the Men en þar sagði hann meðal annars frá því að hann hafi verið kúgaður til kynlífs aðeins 15 ára. Þá var hann einnig misnotaður af karlmanni 18 ára gamall.

Matthew hefur áður sagt frá misnotkuninni í bók sinni Greenlights en í hlaðvarpsþættinum vildi hann ekki fara í mikil smáatriði í báðum málunum en sagði að hann hafi vitað að eitthvað var ekki í lagi. Byggði hann það á þeirri leiðsögn sem hann hafði fengið frá foreldrum sínum.

Í viðtalinu rifjaði hann upp þegar hann lærði fyrst um kynlíf og kynferðislega nánd frá föður sínum:

„Mér hafði verið kennt, verið leiðbeint af foreldrum mínum um virðingu gagnvart konum, virðingu gagnvart samböndum, virðingu fyrir kynferðislegri nánd, virðingu fyrir rými. Pabbi kenndi okkur um býflugurnar og blómin þar sem hann sagði „Þú ert að komast á kossaaldurinn, ekki satt?“ og ég svaraði, „jú herra.“ Og þá sagði hann, „Sko, þetta mun ganga talsvert lengra einn daginn. Þetta mun sennilega enda á þú verðir náinn einhverri og það kemur að brjóstunum og sennilega muntu fara fyrir neðan belti,“ ég er að umorða þetta, og hann sagði svo „Þetta mun gerast hjá þér líka“.“ Matthew hélt áfram að lýsa samtalinu við föður sinn: „Og hann heldur áfram og segir við mig „Sonur, sem karlmaður í þessum kringumstæðum, ef þú finnur að stelpa, að konan hiki, stoppaðu. Þú gætir jafnvel fundið að stelpan hikar og eftir að þú stoppar að þá biður hún þig um að halda áfram. Ekki gera það. Bíddu þar til næst.“ Og hann hafði rétt fyrir sér,“ sagði Mathew og sagðist hann hafa upplifað einmitt þetta en alltaf tekið rétta ákvörðun og stoppað.

Sagði leikarinn að vegna þessarar kennslu hafi hann verið mjög skýr um það hvað telst vera heilbrigt kynferðissamband og hvað ekki og að hann hafi fundið það strax, að vera kúgaður til kynlífs 15 ára, hafi alls ekki verið rétt.

„En ég var mjög viss að þetta var ekki rétt, að þetta væri ekki flott, að þetta væri ekki eins og þetta á að vera,“ sagði Matthew og hélt áfram: „Eftir þetta átti ég í nokkrum heilbrigðum kynferðislegum samböndum og kynnst stelpur sem ég hreifst af og þær af mér og smá saman urðum við nánari og það var fallegt og klaufalegt og allt það, en aldrei ljótt eins og hitt var.“

- Auglýsing -

Þegar Matthew var svo misnotaður 18 ára segist hann ekki hafa tengt það við kúgunina fyrr en löngu seinna. „Ég tengdi þetta ekki saman,“ sagði hann. Viðurkennir hinn 52 ára gamli leikari að hann hafi ekki farið í meðferð til að komast yfir áfallið sem hann lenti í, en að hann hafi átt svo marga góða að sem hjálpuðu honum í gegnum þetta. „Ég hef átt mjög góða vini. Ég hef átt góða leiðbeinendur,“ sagði Matthew en sagði ennfremur að fólk takist á við áföll á mismunandi hátt. Segist hann ekki hafa haft það val að festast í þessu, hann elski lífið of mikið og trúir of mikið á fólk til þess að eyða lífinu hræddur við allt það slæma og hættulega sem hefur komið fyrir hann.

„Ég ætla ekki að vera hræddur í samböndum vegna þess að fyrsta reynsla mín var kúgun. Neihei. Það var frávik. Nei, nei. Þannig er þetta ekki. Ég ætla ekki að láta þetta eyðileggja traust mitt á fólki og segi:

„Nei, ég get átt heilbrigt samband. Það er óumsemjanlegt. Nei.“

- Auglýsing -

Þetta gerðist. Er ég að afneita þessu? Nei, ég er ekki að afneita þessu. Ljótt, oj. Ég fæ enn, jafnvel þegar ég er að segja þér þessa sögu, ég fæ enn … en ætla ég að burðast með þetta? Ég vel, óumsemjanlegt, ég ætla ekki að burðast með þetta, burðast með þennan farangur inn í það líf sem ég vil lifa og hvernig ég kem fram við fólk og treysti fólki og hvernig ég lít á kringumstæður og þær áhættur sem ég gæti tekið.“

Það var ETonline sem fjallaði um viðtalið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -