Miðvikudagur 29. júní, 2022
13.8 C
Reykjavik

Mesti liðssafnaður frá síðari heimsstyrjöld

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fullyrt er að Rússar séu með allt að 190.000 manna her undir vopnum við landamæri Úkraínu þegar allt er talið, þar sem miklar heræfingar hófust í dag.

Inni í þessari tölu eru vopnaðar sveitir aðskilnaðarsinna í Donetsk og Luhansk-héruðum í austanverðri Úkraínu, þar sem aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum ráða ríkjum. Eru þetta sagðir mestu liðsflutningar í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar.

Átökin á milli Rússlands og Úkraínu eiga upptök sín frá því í lok árs 2013 í kjölfar innlimunar Rússa á Krímskaga. Rússnesk stjórnvöld óttuðust að aðild Úkraínu að ESB og NATO myndi styrkja bandalag Vesturveldanna og þar af leiðandi takmarka aðgang Rússa að Svartahafi. Viktor Janúkóvítsj, þáverandi forseti Úkraínu, tók þá ákvörðun að stöðva ætti undirbúning að innleiðingu samstarfssamnings Úkraínu við Evrópusambandið. En þessi ákvörðun mætti mikilli andstöðu í samfélaginu og varð til þess að Janúkóvítsj var steypt af stóli í febrúar 2014. Samband ríkjanna hefur verið stirt síðan þá og hefur stigmagnast síðustu misseri.

Hafa sent út allsherjar herkvaðningu

Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Donetskhéraði í austanverðri Úkraínu, sem heimamenn nefna Alþýðulýðveldið Donetsk, greindi frá því fyrir stundu að hann hefði sent út alllsherjar herkvaðningu, þar sem hann óttaðist að stríðsátök væru í þann mund að brjótast út í landinu. Starfsbróðir hans í Luhanskhéraði gaf út sambærilega tilskipun skömmu síðar.

Í ávarpi sem kvikmyndað var og sent út á samfélagsmiðlum og í sjónvarpi hvatti Denis Pushilin forseti alþýðulýðveldisins landa sína sem skráðir eru í þjóðvarðliðið til að mæta á herkvaðningarskrifstofur landsins, þar sem hann væri búinn að undirrita tilskipun um almenna herskyldu.

Skömmu síðar sendi Leonid Pasechnik, leiðtogi nágrannahéraðsins Luhansk, frá sér sambærilega tilskipun og yfirlýsingu þar um. Þar ráða aðskilnaðarsinnar líka ríkjum og kalla héraðið Alþýðulýðveldið Luhansk.

- Auglýsing -

Á sama tíma hvetja yfirvöld í báðum héruðum almenning og sérstaklega fólk með rússneskt ríkisfang til að forða sér yfir til Rússlands.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -