Fimmtudagur 10. október, 2024
2.6 C
Reykjavik

Michael Schumacher sást opinberlega í fyrsta sinn frá slysinu – Mætti í brúðkaup dóttur sinnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ökuþórinn fyrrverandi, Michael Schumacher er sagður hafa mætt í brúðkaup dóttur sinnar um helgina en það er í fyrsta skipti sem hann sést opinberlega frá því að hann slasaðist alvarlega í skíðaslysi fyrir 11 árum síðan.

Michael Schumacher var einu sinni einn af risum akstursíþróttanna en hrikalegt skíðaslys breytti öllu. Nú vinnur fjölskylda hans sleitulaust að því að vernda hann, alveg eins og hann gerði einu sinni fyrir þau.

Á þeim 11 árum sem liðin eru frá því að Formúlu 1 meistarinn varð fyrir hörmulegum heilaskaða í skíðaslysi, hefur fjölskylda hans reist sterkan varnarhring utan um hann.

Það er litið svo á að þessi varkára nálgun á heilsufar Michaels hafi valdið núningi innan fjölskyldunnar, þar sem eiginkona hans, Corinna Schumacher hefur sýnt mikla varkárni þegar kemur að því hverjir fá að heimsækja eiginmann hennar.

Hins vegar virðist sem Schumacher-fjölskyldan hafi nú lækkað varnarveggi sína lítillega, þar sem Michael er sagður hafa komið fram í fyrsta sinn „opinberlega“ síðan 2013.

Greint er frá því í spænska fjölmiðlinum Ultima Hora á Mallorca, að hinn 55 ára gamli tveggja barna faðir hafi verið viðstaddur brúðkaup dóttur sinnar Ginu um helgina. Hin 27 ára hestakona, sem hefur fetað í fótspor föður síns í íþróttaheiminum, er sögð hafa kvænst unnusta sínum Iain Bethke um helgina í villu fjölskyldunnar á Mallorca, Puerto De Andratx. Fjölskyldan hefur enn ekki tjáð sig um fréttina.

- Auglýsing -

Þetta tímamóta augnablik markar fyrsta skiptið sem Michael sést opinberlega eftir hið hrottalega slys árið 2013 og gæti reynst vera merki um að Corinna sé að mildast í nálgun sinni. Reglurnar voru þó strangar, þar sem brúðkaupsgestir voru beðnir um að skilja símana sína eftir við dyrnar svo að Michael yrði ekki myndaður, en þannig vildi fjölskyldan halda hlífiskyldi yfir einkalífi hans.

Árið 2013 breyttist líf Schumacher-fjölskyldunnar til frambúðar þegar Michael féll á skíði í frönsku Ölpunum og sló höfðinu við stein. Hjálmurinn hans tók mest af högginu en heilaáverkar hans voru þrátt fyrir það alvarlegir og eftir að hafa gengist undir tvær lífsnauðsynlegar aðgerðir var íþróttagoðsögninni haldið sofandi mánuðum saman. Frá upphafi slyssins hélt fjölskyldan upplýsingum um smáatriði varðandi heilsufar Michael, frá almenningi, þó svo að nokkrar uppfærslur hafi verið gefnar.

Strax í kjölfar slyssins var staðfest að Michael væri að berjast fyrir lífi sínu. Önnur yfirlýsing var ekki gefin út fyrr en í apríl 2014, þegar fjölskyldan deildi því að Michael hefði nokkrum sinnum náð meðvitund. Sumarið eftir var staðfest að Michael væri kominn úr dái og hefði verið fluttur á endurhæfingarstofnun.

- Auglýsing -

Í september 2014 var Michael fluttur aftur heim til fjölskyldu sinnar við Genfarvatn þar sem Corinna og teymi lækna hlúðu að honum allan sólarhringinn. Eftir að hafa helgað sig því að standa vörð um reisn eiginmanns síns hefur Corinna leyft aðeins fáum útvöldum og traustum vinum og ættingjum að heimsækja hann, en gesti hafa þurft að fara eftir ströngum reglum. Talið er að aðeins örfáir búi yfir upplýsingum um ástand Michaels og umönnun, sem eru enn hulin dulúð.

Seint á árinu 2014 fengu aðdáendur sjaldgæfa innsýn í ástand Michaels eftir að fyrrverandi kappakstursökumaðurinn og náinn vinur hans, Philippe Streiff upplýsti að Michael væri lamaður og notaði hjólastól. Philippe, sem notar einnig hjólastól eftir kappakstursslys, sagði: „Hann er að batavegi en allt er afstætt. Þetta er mjög erfitt. Hann getur ekki talað. Eins og ég er hann lamaður í hjólastól. Hann er með minnisvandamál og vandamál með tal.“

Á sama tíma talaði fyrrverandi Ferrari-stjórinn Jean Todt um ótrúlega ákveðni Corinnu í að sjá um ástkæran eiginmann sinn en sagði að kraftaverk hans hefði haft „afleiðingar“. Hann sagði við Bild: „Ég hef eytt miklum tíma með Corinnu síðan Michael lenti í alvarlegu skíðaslysi 29. desember 2013. Hún er frábær kona og sér vel um fjölskylduna. Hún hafði ekki búist við að þurfa það. Þetta gerðist skyndilega og hún hafði ekkert val. En hún gerir þetta mjög vel. Ég treysti henni og hún treystir mér. Þökk sé vinnu lækna hans og samvinnu við Corinna, sem vildi að hann lifði af, þá lifði hann af – en það hafði afleiðingar.“

Í september 2020 var greint frá því að Michael hefði eytt orðið meiri tíma á Mallorca, þar sem brúðkaup Ginu fór fram. Og fleiri hrikaleg smáatriði komu fram um raunverulegt ástands hans. Á þeim tíma sagði Elisabetta Gregoraci, fyrrverandi eiginkona Flavio Briarote, fyrrum liðsstjóra í Formúlu-1 , við spænska fjölmiðla: „Michael talar ekki, hann hefur samskipti með augunum. Aðeins þrír geta heimsótt hann og ég veit hverjir þeir eru.“
Í ítölsku útgáfunni af Big Brother, sagði Elisabetta einnig: „Þau fluttu til Spánar og konan hans hefur sett upp sjúkrahús í því húsi.“

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -