Þriðjudagur 16. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Michelle Carter laus úr fangelsi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hin 23 ára Michelle Carter var í dag látin laus úr fangelsi eftir tæplega eins árs fangelsisvist. Carter var látin laus fyrr vegna góðrar hegðunar er fram kemur í frétt CNN.

Í ágúst 2017 dæmdi dóm­ari í Massachusetts Carter, þá 17 ára, í tveggja og hálfs árs fang­elsi, þar af fimmtán mánuði óskil­orðsbundið, fyr­ir aðild hennar að dauða Conrads Roy III. Carter og Roy voru par. Carter var fundin sek um manndráp af gáleysi en hún hafði margoft hvatt Roy til að svipta sig lífi í gegnum smáskilaboð.

Glímdi við þunglyndi

Roy hafði glímt við þunglyndi og rætt vanlíðan sína við Carter í gegnum síma og smáskilaboð. Þegar Roy sagði Carter frá sjálfsvígshugsunum sínum þá hvatti hún hann til að svipta sig lífi.

Roy svipti sig lífi þann 13. júlí árið 2014, þá 18 ára, eftir að hafa skrifast á við Carter og talað við hana í síma. Lík Roy fannst í bif­reið hans á bílastæði við Kmart-verslun í Fairhaven í Massachusetts-ríki. Hann lést vegna kolsýringseitrunar.

Við rannsókn málsins kom í ljós að Roy hafði hikað og orðið hræddur þar sem hann sat í bílnum við Kmart-verslunina rétt áður en hann lést. Roy fór út úr bílnum og hringdi í Carter, hún sagði honum að setjast aftur upp í bílinn sem hann þá gerði.

- Auglýsing -

Mál sem vekur upp spurningar

Málið hefur vakið mikla athygli og margt fólk hefur sett spurningarmerki við það hvort hægt sé að gera manneskju ábyrga fyrir sjálfsvígi annarrar manneskju. Verjandi Carter hélt því fram að Carter hefði hagað sér kæruleysislega en að hegðunin væri ekki saknæm og að Carter hefði einn tekið ákvörðun um að svipta sig lífi.
Í maí í fyrra kom út heimildarmynd HBO um mál Michelle CarterI Love youNow Die. Stiklu úr myndinni má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -