Fimmtudagur 25. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Móðir varar foreldra við leikfangi: „Aldrei dottið í hug að svona gæti gerst með barnaleikfang“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bresk móðir vill vara aðra foreldra við kaupum á leikfangi sem olli því að fimm ára sonur hennar var sendur í neyðaraðgerð.

Hinn fimm ára Jude Foley, fékk slæma flensu sem virtist ekki ætla að ganga yfir. Foreldrar hans leita til læknis en þeim er sagt að ekkert sé hægt að gera, þau þurfi bara að leyfa veikindunum að ganga yfir. Þegar einkenni Jude snarversnuðu og drengurinn fór að fá slæma magaverki, fór hann með móður sinni á bráðamóttökuna.

Á sjúkrahúsinu var Jude sendur í röntgen myndatöku sem sýndi 52 litlar segulkúlur fastar í ristli drengsins. Hann var sendur á barnaspítala þar sem hann þurfti stóra aðgerð til þess að fjarlægja kúlurnar. Skera þurfti í ristilinn á fimm mismunandi stöðum, til að ná til allra kúlanna.

Röntgen myndin.

„Ég hélt að ég myndi missa hann, þetta var hræðilegt. Það var heppni að aðgerðin hafi verið gerð strax, annars hefði hann getað dáið. Mér hefði aldrei dottið í hug að svona lagað gæti gerst með barnaleikfang,“ sagði móðir drengsins í samtali við fjölmiðla.

Aðgerðin tók sjö klukkustundir og sögðu læknar að fjölskyldan mætti búast að hann þyrfti að nota stómu. Allt fór þó vel og ollu kúlurnar engum langvarandi skaða. Móðir Jude vill þó vara aðra foreldra við: „Ef barnið þitt á svona kúlur, fjarlægðu þær. Ef þú þekkir einhvern sem á svona, segðu þeim frá þessu.“

Kúlurnar sem um ræðir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -