Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Morðingi Olivu litlu mögulega fundinn – Lögreglan handtók 36 ára mann eftir vopnaða aðgerð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan í Liverpool hefur nú handtekið mann sem grunaður er um morðið á hinni níu ára Oliviu Pratt-Korbel.

Olivia Pratt-Korbel var skotin í bringuna þegar móður hennar barðist við grímuklæddan skotmann við útidyrnar heima hjá þeim í Dovecot, Liverpool á mánudaginn. Móðir Olivu særðist í árásinni. Áður hafði lögreglan handtekið smákrimma sem flúið hafði skotmanninn inn á heimili mæðgnanna en hann hlaut nokkur skotsár en lifði af.

Mikil sorg ríkir í Liverpool um þessar mundir.

Samkvæmt BBC hefur lögreglan handtekið 36 ára karlmann frá Huyton eftir vopnaða aðgerð í Merseyside á kvöldi þriðjudags.

Var hann einnig handtekinn vegna gruns um tvær morðtilraunir.

Olivia lést eftir að móðir hennar, Cheryl Korbel opnaði útidyr heimilisins klukkan 22:00 á mánudagskvöld eftir að hafa heyrt læti fyrir utan. Mennirnir tveir, skotmaðurinn og smákrimminn Joseph Nee, ruddust inn á heimilið með látum og eftir lá Olivia litla öll. Móðirin hlaut skotsár á úlnlið eftir að hafa reynt að loka dyrunum. Hefur hún nú verið útskrifuð af spítala. Mennirnir tveir þekktu mæðgurnar ekkert.

Joseph Nee hefur áður setið inni fyrir innbrot, fíkniefnasölu og fleiri glæpi.

Nee, sem var upprunalega skotmark morðingjans, var skotinn í efri hluta líkamans og keyrt á sjúkrahús af vini sínum á svörtum Audi. Eftir að búið var að hlúa að honum á sjúkrahúsinu var hann sendur í fangelsi en hann hafði þá brotið skilmála um reynslulausn. Nee, sem var meðal annars eiturlyfjasali, var árið 2018 dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi fyrir innbrot. Þá sat hann einnig inni áður, fyrir stuld á mótorhjóli, hættulegan akstur, fyrir að keyra án tryggingar og á útrunnu ökuskírteini.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -