Mánudagur 14. október, 2024
-1.5 C
Reykjavik

Morðingi Ólympíuhlauparans látinn: „Reyndi að slökkva eldinn með vatni, en það var ekki hægt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrrverandi kærasti ólympíska hlauparans Rebeccu Cheptegei er látinn, eftir að hafa kveikt í Rebeccu og sjálfum sér á dögunum.

Dickson Ndiema hefur verið nefndur sem árásarmaður úganska Ólympíu-hlauparans Rebeccu Cheptegei, í staðbundnum fjölmiðlum. Hann hlaut brunasár á stórum hluta líkama síns í meintu launsátri og lést á sjúkrahúsi í gærkvöldi, að því er Nation Africa greinir frá. Cheptegei, sem var tveggja barna móðir, lést á miðvikudagskvöld í síðustu viku.

Sjá einnig: Ólympíuhlaupari látinn eftir að fyrrum kærasti kveikti í honum: „Megi sál hennar hvíla í friði“

Því er haldið fram að parið fyrrverandi hefði verið að rífast um landareign sem hús Cheptegei er byggt á. Hin 33 ára gamla hlaupakona keypti landið sem staðsett er í Kenía, nálægt landamærum Úganda og byggði heimili sitt þar.

Ndiema er sagður hafa hleypt sér inn á heimili Cheptegei á meðan hún var í kirkju með tveimur börnum sínum, 9 og 11 ára. Lögreglan sagði að hann hafi kveikt í henni í miðjum rifrildum og skilið hana eftir með brunasár á meira en 75 prósent af líkama sínum en hún var flutt með hraði á sjúkrahús.

Lögreglustjórinn Jeremiah ole Kosiom sagði: „Parið heyrðist rífast fyrir utan húsið þeirra. Á meðan á átökunum stóð sást kærastinn hella vökva yfir konuna áður en hann brenndi hana. Hinn grunaði varð einnig fyrir eldinum og hlaut alvarleg brunasár.“

- Auglýsing -

Önnur af dætrum Cheptegei var fljót að finna móður sína í logum en Ndiema er sagður hafa sparkað í hana þegar hún reyndi að koma móður sinni til hjálpar. Hún kallaði á hjálp til að reyna að slökkva eldinn en án árangurs.

Hún sagði við keníska blaðið The Standard: „Hann sparkaði í mig á meðan ég reyndi að koma móður minni til bjargar.“ Hún bætti einnig við: „Ég hrópaði strax á hjálp og laðaði að mér nágranna sem reyndi að slökkva eldinn með vatni, en það var ekki hægt.“

Frjálsíþróttasambandið í Úganda sagði í tilkynningu: „Okkur þykir það mjög sorglegt að tilkynna andlát íþróttakonunnar okkar, Rebeccu Cheptegei snemma í morgun, sem varð fórnarlamb heimilisofbeldis á hörmulegan hátt. Sem samband fordæmum við slíkt verk og köllum eftir réttlæti. Megi sál hennar hvíla í friði.“

- Auglýsing -

Lord Coe, forseti World Athletics, sagði í sinni tilkynningu: „Íþróttin okkar hefur misst hæfileikaríkan íþróttamann við hinar hörmulegustu og mest óhugsandi aðstæður. Rebecca var ótrúlega fjölhæfur hlaupari sem átti enn mikið eftir að gefa á vegum, fjöllum og gönguleiðum.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -