
Konan átti að fara í flug með Southwest flugfélaginu - Mynd: Tomás Del Coro
Það er ótrúlegt hvað getur komið upp í flugvélum en fáir áttu von á því í flugi Southwest á mánudaginn að kona klæddi sig úr fötunum og lét öllum illum látum.
Atvikið kom upp þegar flugvélin var stödd á William P. Hobby flugvellinum í Houston í Texas og á myndbandi sem birst hefur úr flugvélinni má heyra í konunni öskra öðrum farþegum til mikillar undrunar.
Lögreglan í Houston kom og fjarlægði konuna og fór með hana á sjúkrahús þar sem hún var metin af læknum en ekkert liggur fyrir um af hverju konan klæddi sig úr. Henni var svo sleppt í framhaldinu og hefur ekki verið ákærð að svo stöddu.
Flugfélagið hefur hingað til ekki viljað tjáð sig um atburðinn.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment