Þriðjudagur 15. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Nakinn karlmaður á hjóli handtekinn: „Ég sagði að ég væri að gera þetta í góðgerðarskyni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan í Bretlandi handtók á dögunum mann að nafni  Stuart Gilmour(44) en sá kallar sig The Naked Cyclist (Nakta hjólreiðamanninn). Stuart hafði hjólað meðfram ströndinni í Norður-Wales á deginum örlagaríka. Þar hafði hann ætlað sér að taka þátt í góðgerðarstarfsemi sem safnar peningum fyrir geðheilbrigðissamtökin Mind.

„Ég sagði þeim (lögreglu) að ég væri náttúrufræðingur,“ sagði Gilmour í samtali við Sky news og bætti við: „Ég sagði að ég væri að gera þetta í góðgerðarskyni“. Lögreglan sætti sig  ekki við skýringar  Gilmour og var hann því handtekinn. „Þegar þeir komust að því hver ég var og þeir höfðu skoðað samfélagsmiðla og myndefni úr öryggismyndavélum á strandveginum, komust þeir að þeirri niðurstöðu að ég væri ekki að gera neitt ólöglegt“.

Nakti hjólreiðamaðurinn

Gilmour sagðist þá vilja fræða fólk um náttúruhyggju auk þess að safna peningum fyrir Mind með hjólatúrnum óvenjulega. Þess má geta að samkvæmt lögum  í Bretlandi er leyfilegt að vera nakinn á almannafæri ef það er ekki gert til að valda áreitni eða óþægindum annarra einstaklinga. Talskona lögreglunnar í Norður-Wales sagði að þeim hafi borist þó nokkrar tilkynningar vegna nakta hjólreiðamannsins síðasta sunnudag en að lokum hafi verið ákveðið að sleppa honum úr haldi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -