Fimmtudagur 10. október, 2024
2.4 C
Reykjavik

Nashyrningur drap Saddam Hussian – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nashyrningur sem slapp af verndarsvæði drap mann.

Það ríkir mikil sorg í Assam’s Morigaon héraði í Indlandi eftir að nashyrningur slapp af verndarsvæði og drap mann að nafni Saddam Hussian en hann var aðeins 37 ára gamall. Hann var á ferð á mótorhjóli sínu rétt hjá verndarsvæðinu þegar nashyrningurinn hljóp í átt hans. Hussian stoppaði hjólið og reyndi að flýja í burtu en nashyrningurinn elti hann og traðkaði á honum og lést Hussian í kjölfarið en talið er þessi nashyrningur sé rúm tvö tonn að þyngd.

Í myndbandsupptöku af atvikinu má heyra vitni öskra og hrópa á nashyrninginn til að reyna hræða hann í burtu en það gekk ekki fyrr en eftir að Hussian var látinn. Talsmaður verndarsvæðisins segir að hafin sé rannsókn á því hvernig nashyrningurinn slapp af því.

Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -