Föstudagur 11. október, 2024
1.7 C
Reykjavik

Naut stakk konu til bana á hátíð – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það ríkir sorg á Spáni vegna andláts.

60 ára gömul kona lést á sunnudaginn eftir að hafa verið stungin af nauti í spænska bænum Enguera, sem er rétt hjá Valencia. Konan gekk um götur bæjarins rauðklædd eftir að nauti hafði verið sleppt lausu og varð konan fyrir hornum þess og kastaðist í loftið og lenti harkalega á jörðinni.

Aðrir þátttakendur í hátíðinni drógu athygli nautsins frá konunni og var farið með hana á sjúkrahús en hún lést á leiðinni þangað. Bæjarstjórn Enguera segir íbúa vera í uppnámi eftir atvikið.

Vert er að benda á að nautaat á borð við þetta er í flestum löndum bannað og flokkað sem dýraníð. Þá eru skiptar skoðanir um slíkt á Spáni og hafa nokkur héruð þarna í landi bannað nautaat með lögum.

Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -