Föstudagur 11. október, 2024
2.4 C
Reykjavik

NBA hetjan Dikembe Mutombo látin eftir baráttu við krabbamein

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Körfuboltastjarnan Dikembe Mutombo er látin.

NBA leikmaðurinn er látinn eftir baráttu við krabbamein í heila en hann var aðeins 58 ára gamall. Mutombo spilaði sem miðherji í NBA deildinni frá 1991 til 2009 og er af mörgum talinn vera besti varnarmaður í sögu deildarinnar en hann var kosinn besti varnarmaður deildarinnar fjórum sinnum og var valinn átta sinnum til að taka þátt í stjörnuleiknum, þar sem bestu leikmenn deildarinnar koma saman og spila gegn hver öðrum. Í tvígang náði hann flestum fráköstum á einu tímabili í NBA og þrígang blokkaði hann flest skot í deildinni. 

Á ferlinum lék hann með Denver Nuggets, Atlanta Hawks, Philadelphia 76ers, New Jersey Nets, New York Knicks og Houston Rockets en hann komst einu sinni í úrslit með 76ers en þar tapaði liðið fyrir Los Angeles Lakers og náði aðeins að vinna eina viðureign af fimm.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -