2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

New York bannar foie gras

Veitingamenn og sælkerar harma nýja reglugerð í New York sem bannar sölu á foie gras, ftaðri lifur úr önd eða gæs, sem þykir mikið lostæti. Dýraverndunarsinnar fagna hins vegar ákaft enda segja þeir framleiðsluaðferðirnar hreint dýraníð.

 

Borgarráð New York samþykkti á miðvikudag að banna sölu á foie gras. Mikill meirihluti var fylgjandi banninu, atkvæði féllu 42 gegn 6, en málið hefur verið til umræðu í þó nokkur ár. „New York er Mekka matargerðar í heiminum. Hvernig er það mögulegt að það verði ekki hægt að fá foie gras í New York?“ hafði New York Times eftir Marco Moreira, eiganda og yfirkokki Tocque – ville. „Hvað verður það næst? Ekkert kálfakjöt? Engir sveppir?“ Moreira er ekki einn um að mótmæla banninu en mörgum kollegum hans og ekki síður bandarískum foie gras-framleiðendum þykir hart að sér sótt. Kokkarnir benda á að um sé að ræða lykil hráefni á fínum veitingastöðum en framleiðendurnir óttast um rekstargrundvöll fyrirtækja sinna. Tveir stærstu framleiðendur foie gras í New York-ríki, Hudson Vall0ey Foie Gras og La Belle Farm, eru með um 400 manns í vinnu og selja um 30% framleiðslu sinnar til veitingastaða og smásöluaðila í New York-borg. Dýraverndunarsinnar eru hins vegar hæstánægðir með niðurstöðuna, enda vilja þeir meina að framleiðsla foie gras sé ekkert annað en dýraníð. Foie gras stend – ur fyrir „fituð lifur“ en um er að ræða lifrina í öndum og gæsum sem hafa verið offóðraðar af kornblöndu, sem neydd er ofan í þær með röri. Hefðbundin andalifur er dökkrauð á lit og vegur um 90 grömm en fituð lifur er hvít á lit og vegur um 800 grömm. Dýraverndunarsinnar hafa þannig ekki eingöngu áhyggjur af þeim aðferðum sem er beitt við fóðrunina, heldur segja þeir fuglana hreinlega ekki bera lifrina og stærð hennar geri þeim að auki erfitt að anda.

„Hvað verður það næst? Ekkert kálfakjöt? Engir sveppir?“

Hefðbundin andalifur er dökkrauð á lit og vegur um 90 grömm en fituð lifur er hvít á lit og vegur um 800 grömm.

Hluti af stærri dýravelferðarpakka

Framleiðsla foie gras hefur verið bönnuð í Kaliforníu um nokkurt skeið og hún er sömuleiðis bönnuð í mörgum Evrópuríkjum. Í New York mun sala á foie gras varða 2.000 dala sekt en gagnrýnendur segja óljóst hvernig borgaryfirvöld hyggjast fylgja banninu eftir. Benda þeir m.a. á að hægt sé að fá foie gras sem er framleitt með mannúðlegri aðferðum en samkvæmt banninu mun það standa á veitingahúsunum og smásölunum að sanna að sú vara sem þeir hafa á boðstólnum sé framleidd á mannúðlegan hátt. „Kalifornía og New York voru okkar stærstu markaðir, þannig að þetta er mikið áfall,“ segir Sergio Saravia, stofnandi La Belle. Hann segir tekjur fyrirtækisins hafa dregist saman um 50 þúsund dali á viku eftir að foie gras var bannað í Kaliforníu. „Það verður erfitt að halda rekstrinum gangandi.“ Borgarráðsmenn segja fyrirtækin hins vegar framleiða földa annarra afurða og að þau ættu ekki að þurfa að reiða sig á hinar grimmilegu aðferðir. Bannið við sölu á foie gras var hluti af stærri reglugerðarpakka gegn dýraníði. Í honum felast m.a. nýjar reglur um bann við „akstri“ hestvagna í of heitu og röku veðri og bann við því að fanga og flytja dúfur úr borginni, en utanbæjar hafa þær verið notaðar sem skotmörk við skotæfingar.

AUGLÝSING


PETA lýsir grimmilegum aðferðum og aðstæðum

Á heimasíðu dýraverndunarsamtakanna PETA segir að foie gras sé framleitt með því að dæla einu til tveimur kílóum af korn- og ftublöndu ofan í fuglana á hverjum degi.

Margir þeirra eigi erftt með að standa þar sem lifrin bólgnar út í kviðarholinu og þá eigi þeir til að reyta fjaðrir sínar og ráðast hver á annan vegna streitu. PETA segir offóðrunina einnig valda skemmdum á vélindanu, niðurgangi, lifrarbilun, sárum og brotum. Þá drepist fuglar einnig þegar fóðrið fer ofan í lungun eða þeir kafna í eigin ælu. PETA bendir einnig á að þar sem foie gras sé aðeins framleitt úr karlkynsfuglum sé kvenfuglunum kastað lifandi í hakkavél og seldir sem kattafóður. Um sé að ræða 40 milljón unga í Frakklandi, þaðan sem foie gras á rætur sínar að rekja. „Rannsókn PETA á Hudson Valley Foie Gras í New York leiddi í ljós að hverjum starfsmanni var ætlað að þvinga fóður ofan í 500 fugla þrisvar sinnum á dag. Hraðinn varð til þess að þeir fóru oft hörðum höndum um fuglana, sem leiddi til meiðsla og þjáninga. Vegna þess hversu margar endur drápust af því að líffærin gáfu sig vegna offóðrunarinnar, fengu þeir starfsmenn sem drápu færri en 50 fugla á mánuði bónus,“ segir á heimasíðu PETA. Þá segir að stærsti framleiðandi foie gras í heiminum, Rougié, haf orðið uppvís að því að halda öndunum í afar þröngum búrum, með höfuðið og hálsinn standandi út úr búrunum til að gera fóðrunina auðveldari. Fuglarnir haf lítið getað annað en að standa upp, leggjast niður og hreyfa hausinn. „Þeir geta hvorki snúið sér við né lyft væng.“

Allt í kæfu milli Frakka og Þjóðverja

Árið 2011 komu upp diplómatískar erjur milli Frakka og Þjóðverja þegar skipuleggjendur Anuga-matarhátíðarinnar í Cologne ákváðu að banna foie gras vegna þrýstings frá dýraverndarsinnum. Framleiðsla foie gras er bönnuð í Þýskalandi

Okkur til mikillar undrunar hafa skipuleggjendur hátíðarinnar tilkynnt okkur að héðan í frá getum við ekki boðið upp á foie gras,“ harmaði Alain Labarthe, forseti samtakanna Vive le foie gras!. Landbúnaðarráðherra Frakklands, Bruno le Maire, skrifaði kollega sínum í Þýskalandi, Ilse Aigner, og bað hana vinsamlegast um að afétta banninu. Ellegar myndu hann og aðrir þýskir ráðamenn sniðganga opnunarhátíðina. Le Maire sagði franska framleiðendur fara að öllum evrópskum reglugerðum um velferð dýra en Aigner sagðist ekki hafa vald til þess að snúa ákvörðun skipuleggjenda hátíðarinnar.

Málið varð til þess að bæði stuðningsmenn og gagnrýnendur bannsins létu hátt í sér heyra. Meðal þeirra sem voru fylgjandi banninu var leikkonan og dýraverndarsinninn Brigitte Bardot sem hvatti aðstandendur Anuga-hátíðarinnar til að láta ekki undan þrýstingi. Dýraverndarsinnar héldu því m.a. fram að aðeins 15% franskra fram – leiðenda hefðu lagað starfsemi sína að nýrri Evrópureglugerð sem gekk í gildi 2011, sem bannaði að fuglum væri haldið einum í svo litlum búrum að þeir gætu ekki breitt úr vængjunum. „Þetta er ótrúlegt. Þetta er eins og að banna þýskar pylsur í Frakklandi,“ sagði Alain Fauconnier, þingmaður sósíalista, í erindi til sendiherra Þýskalands í París

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum