Laugardagur 14. september, 2024
4.3 C
Reykjavik

Ösku O.J. Simpson breytt í skartgripi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ösku leikarans og ruðningskappans fyrrverandi O.J. Simpson hefur verið breytt í skartgripi að sögn lögmanns hans.

Malcolm LaVerge, lögmaður Simpson, greindi frá þessu í viðtali við TMZ en samkvæmt honum var skartgripunum útdeilt til fjögurra barna Simpson. Leikarinn lést fyrr á árinu og kostaði allt ferlið tæpar 600 þúsund krónur en yfirleitt er ösku fólks breytt í hálsmen og armbönd þegar þessi aðferð er valin.

Óhætt er að segja að O.J. Simpson hafi verið umdeildur maður en árið 1994 var hann handtekinn grunaður um morð á fyrrum eiginkonu sinni og nýjum kærasta hennar. Hann var síðar sýknaður en mikið var fjallað um málið á sínum tíma og margir sjónvarpsþættir og margar kvikmyndir verið gerðar um morðin.

Hann var síðar dæmdur í fangelsi fyrir vopnað rán í Las Vegas en þar rændi hann íþróttaminjagripum sem hann sagði að hafi verið stolið frá sér. Hann var upphaflega dæmdur í 33 ára fangelsi en var sleppt eftir níu ár.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -