Föstudagur 19. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Planta sem líkist tittling að deyja út: Verður 35 sentimetrar að lengd og 8 sentimetrar á breidd

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Umhverfisráðuneyti Kambódíu sá ástæðu til þess að senda frá sér áríðandi beiðni til fólks um að hætta að týna upp sjaldgæfa plöntu; hún ber latneska heitið Nepenthes bokorensis.

Plantan gengur þó almennt undir öðru nafni; innblásið af útliti plöntunnar sem þykir minna á tittling.

Og það er akkúrat þetta útlit sem er farið að ógna tilvist plöntunnar; fólk, innfæddir sem ferðamenn hafa mikinn áhuga á því að týna upp plönturnar og taka myndir og myndbönd af sér með þeim.

Vegna þessa er hin nokkuð sjaldgæfa planta, sem aðeins er að finna í Kambódíu, í útrýmingarhættu.

Umhverfisráðuneyti Kambódíu er nú farið að blanda sér í málið eftir að myndband af stúlkum að týna plönturnar upp sló í gegn á netinu, eins og sjá má á forsíðumyndinni.

- Auglýsing -

Plantan Nepenthes bokorensis er kjötætuplanta; hún gefur frá sér sætan ilm til að lokka til sín skordýr, mýs og eðlur, sem hún nærist svo á. Þá er þess vert að geta að toppur plöntunnar er kúptur; lokast á fórnarlambið sem á ekki afturkvæmt; Plantan getur orðið mest um þrjátíu og fimm sentímetrar að lengd og átta sentímetrar á breidd.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -