2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Boris Johnson mætir fyrir dóm vegna gruns um að hann hafi blekkt almenning í Brexit-kosningum

Boris Johnson er sakaður um lygar og villandi málflutning í aðdraganda Brexit. Breskur kjósandi kærði Boris vegna fullyrðinga um að aðild Bretlands að Evrópusambandinu kostið breskan almenning 350 milljónir punda í viku hverri. Upphæðin er um 55 mlljarðar íslenskra króna.

Breska blaðið Independent greinir frá. Héraðsdómarinn taldi röksemd lögmanna Boris gegn kærunni ekki til þess fallandi að vísa málinu frá. Lögmennirnir sögðu kæruna tilhæfulausa tilraun til að grafa undan niðurstöðu kosninganna.

Stefnan þýðir þó aðeins að Boris er kallaður fyrir réttinn vegna mats um hvort sækja skuli málið áfram.

Andstæðingar veru Bretlands í Evrópusambandinu vöktu athygli vegna rútu með áprentun sem sagði kostnaðinn við sambandsaðild £350 milljónir á viku. Boris er sagður maðurinn að baki yfirlýsingarinnar. Ekki hefur tekist að staðfesta réttmæti upphæðarinnar.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum