Trump vill nota kjarnorkusprengjur á fellibyli

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Af hverju sprengjum við ekki fellibylina með kjarnorku?” Að þessu spurði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á fundi með embættismönnum Heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna og öryggismálayfirvöldum.

Vefmiðillinn Axios greinir frá. Trump hefur ítrekað stungið upp á notkun kjarnorku á fellibyli. Þannig vilji hann koma í veg fyrir að þeir nái að ströndum Bandaríkjanna. „Fellibylirnir byrja að myndast við vesturströnd Afríku og færast svo vestur yfir Atlantshafið,” á Trump að hafa sagt við ráðgjafa sína. „Á leiðinni ættum við að láta kjarnorkusprengju lenda í auga stormsins og leysa hann þannig upp. Af hverju getum við ekki gert það?”

Samkvæmt heimildarmanni Axios kom þessi spurning flatt upp á viðstadda. Stemningin í herberginu hafi orðið frekar vandræðaleg. Þá hafi ráðgjafar forsetans litlu svarað en sögðust ætla „athuga möguleikana.” Þeir gætu þó ekki ábyrgst neitt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira

Hver er Ghislaine Maxwell? – Hægri hönd Jef­frey Ep­steins

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, handtók Ghislaine Maxwell, samstarfskonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epsteins á fimmtudaginn. Hún er...