Þriðjudagur 23. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Rauðir pylsuputtar Karls III vekja athygli: „Líklegast merki um aldur hans“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ljósmynd af Karli III Bretakonungi hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Fingur konungsins eru rauðir og þrútnir og þykja vísbending um sjúkdóm.

Netverjar hafa margir áhyggjur af heilsu hins nýja konungs Bretlands en ljósmyndir og þá sér í lagi ein þeirra, sýnir bólgna og rauða fingur en fólk hefur verið að velta fyrir sér ástæðunni.

Pylsuputtar konungs

Dr. Gareth Nye, dósent við háskólann í Chester í Bretlandi, sagði  Daily Star að ýmsir kvillar gætu orsakað bólgna fingur Karls III. Segir hann að ýmislegt gæti orsakað bólgna fingur, til dæmis bjúgur eða vökvasöfnun. „Bjúgur er ástand þar sem líkaminn byrjar að safna vökva í útlimum, venjulega fótleggjum og ökklum en einnig í fingrum, sem veldur því að þeir bólgna,“ sagði Dr. Nye. „Bjúgur er algengt ástand og hefur aðallega áhrif á fólk eldri en 65 ára þar sem hæfni til að stjórna vökva er takmörkuð,“ bætti hann við. „Til að sjá hvort þetta sé ástæðan er hægt að þrýsta á bólgna svæðið í sirka 15 sekúndur og sjá hvort far myndist.“

Þá segir hann að liðagigt komi einnig til greina. „Liðagigt – annar algengur sjúkdómur hjá fólki sem komið er yfir sextugsaldurinn. Það hefur oft áhrif á þrjú megin svæði í hendi – lið í þumalputta eða öðrum hvorum lið í fingrum. Fingurnir stirðna oftast upp, verða sárir og þrútnir og þó að lyf geti hjálpað getur bólgan haldið áfram,“ sagði Dr. Nye.

Dr. Nye nefndi einnig sjaldgæfari orsakir bólginna fingra: „Sjaldgæfar orsakir geta verið mikið saltfæði sem leiðir til vökvasöfnunar, ákveðin lyf geta sjaldan leitt til bólgu sem aukaverkun eins blóðþrýstingslyf eða steralyf.“

Fullvissaði doktorinn lesendur að bólgan sé ekki vísbending um alvarlegan heilsukvilla.
„Það eru vissulega engar tafarlausar heilsufarsáhyggjur hægt að álykta út frá bólgnum fingrum og er líklegast merki um aldur hans.“

- Auglýsing -

Konungurinn hefur sjálfur gert grín að fingrum sínum í gegnum árin, meðal annars kallað þá „pylsufingur“ í bréfi til vinar síns, eftir að Vilhjálmur prins fæddist.

„Ég get vart sagt þér hversu spenntur og stoltur ég er. Hann lítur virkilega furðu girnilega út og er með pylsufingur, rétt eins og ég,“ er haft eftir honum í ævisögunni Charles, The Man Who Will Be King eftir Howard Hodgson

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -