Föstudagur 25. nóvember, 2022
7.1 C
Reykjavik

Reiður nágranni vegna hávaða í börnum – „Ef þetta heldur áfram mun ég hafa samband við lögreguna.“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ástralskur faðir birti á dögunum mynd af skilaboðum sem tengdaforeldrar hans fengu afhend yfir girðinguna hjá sér. Skilaboðin, sem skrifuð voru á miða, voru frá reiðum nágrönnum sem kunnu ekki að meta hávaðann í börnunum sem voru í pössun. Í færslunni, þar sem hann birti mynd af skilaboðunum, segir faðirinn frá því að hann hafi skilið eftir börnin í næturpössun á meðan hann og konan hans hafi farið út að borða. Morguninn eftir hafi tengdafaðir hans tekið á móti miða yfir girðinguna í garðinum.

Skilaboðin

„Mig langaði að eiga rólegan og notalegan dag í íbúðinni minni en ég get það ekki þar sem að þú ræður ekki við börnin. Taktu tillit til nágranna og ef þetta heldur áfram mun ég íhuga að hafa samband við lögreguna. Við vitum hver réttindi okkar eru og þessi öskur eru óþarfi. Takk fyrir,“ stóð meðal annars á miðanum en sagði faðirinn að tengdamóðir sín hafi verið miður sín eftir að hafa lesið skilaboðin.

Eins og gefur að skilja fékk færslan mikla athygli og hafði fólk skiptar skoðanir á reiða nágrannanum. Sumum þótti skilaboðin heldur öfgafull meðan aðrir sögðust skilja þau. Faðirinn sagði að lokum að fólk þyrfti að átta sig á því að börn eru með hávaða og að allir þyrftu einfaldlega að sætta sig við það.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -