Þriðjudagur 28. nóvember, 2023
2.1 C
Reykjavik

Rekin úr flugvél eftir að hafa sagt frá hnetuofnæmi:„Aldrei á ævi minni fundist ég jafn lítilsvirt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nemi var niðurlægður og hent út úr flugvél eftir að hafa sagt áhöfninni frá hnetuofnæmi sínu.

Mirror segir frá Marissu Williams sem sagði miðlinum að hún hafi brotnað algjörlega niður þegar hún horfði á eftir flugvélinni sinni á leið frá flugvellinum á Kuala Kumpur og til Bandaríkjanna, án hennar.

Marissa Williams

Hin 21 árs Marissa er viðskiptafræðinemi við Georgia Highlands háskskóla í Bandaríkjunum en hún hafði heimsótt fjölskyldu sína í Malasíu, ásamt móður sinni AikWah Leow. Hafði flugið til Malasíu gengið án vankvæða en ekki er hægt að segja það sama um heimferðina.

„Ég var reyndar mjög stolt af sjálfri mér þegar ég steig um borð í flugvél Turkish Airline. Ég hafði oft flogið en þetta var í fyrsta skipti sem ég ætlaði að fara ein í utanlandsflug,“ sagði Marissa við Mirror. „Ég var búin að fara að afgreiðsluborðinu á flugvellinum þegar ég skráði mig inn og lét starfsfólkið vita af ofnæmi mínu svo þau gætu upplýst áhöfnina en við gerðum það á leiðinni til Malasíu.“

Marissa hafði skráð sig inn og sest í sæti í sextándu röð er yfirflugfreyjan og flugfélagsstjórinn nálguðust hana til að ræða við hana um ástand hennar.

Hún sagði þeim að hún gæti ekki borðað trjáhnetur vegna ofnæmis og bað þau að gera öðrum farþegum viðvart með tilkynningu í kallkerfinu, líkt og sama flugfélag hafði gert á leið út til Malasíu í tvennum tengiflugum.

- Auglýsing -

„Þau sögðu að myndu ekki koma með neina tilkynningu. Ég skammaðist mín grimmt. Ég bað þau um að láta að minnsta kosti þau í kringum mig vita en þau neituðu því líka og gengu á brott. Ég fór að vera mjög stressuð, þau sögðu mér að þau væru að bjóða upp á hnetur á fyrsta farrými og að lyktin myndi berast um allt. Ég sagði að það væri í lagi þar sem ég myndi ekki borða hneturnar sjálf og myndi bera tvær grímur til að koma í veg fyrir að ég fyndi einhverja lykt,“ sagði Marissa og bætti við: „Þau komu aftur og sögðu mér að ég gæti ekki flogið. Þau báðu mig um að fara og opnuðu hólfin þar sem taskan mín var. Ég fór að fríka út innra með mér, öskaði ekki og var ekki dónaleg en ég talaði hvasst við þau en þau harðneituðu að ræða þetta frekar við mig og sögðust tala við mig þegar ég væri komin úr flugvélinni.“

Marissa var skilin eftir kjökrandi í tengigöngunum eftir að hurðin á flugvélinni lokaðist og flugvélin keyrði í burtu frá hliðinu og skildi hana eftir. Hún sagði við Mirror: „Ég byrjaði að gráta og hélt áfram að grátbiðja um áheyrn og fá einhvern til að taka síma minn og ræða við móður mína. En upp úr þurru byrjaði starfsfólki að láta eins og ég væri ekki til, snéru bakinu að mér. Ég hef aldrei á ævi minni fundist ég jafn lítilsvirt. En svo kom starfsfólk flugvallarins og bað mig um að fara.“

Móðir Marissu, Aikwah bætti við: „Sem móðir er ég brjáluð og bara bókstaflega miður mín yfir því að ein kurteis beiðni hafi valdið því að henni var hent úr flugvélinni er hún ætlaði aftur heim til Bandaríkjanna. Hún bað ekki um að matseðlinum yrði breytt eða að flugþjónarnir hættu að bjóða upp á hnetur, hún bað bara um tilkynningu.“

- Auglýsing -

Marissu tókst að redda sér flugi fimm dögum síðar en ákvað að segja engum frá bráðaofnæmi sínu. Þess í stað tók hún ofnæmispenna sinn með sér og ofnæmislyf.

„Ég er hrædd að segja frá ofnæminu. Ég held að ég muni aldrei aftur fljúga utanlands aftur.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -