Miðvikudagur 17. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Rík hjón dæmd í fangelsi fyrir mannsal: „Þið tókuð öll þátt í viðbjóðslegu braski“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Auðug hjón sem hugðust flytja ungan mann til Bretlands svo þau gætu tekið úr honum nýra handa nýrnaveikri dóttur þeirra, hafa verið dæmd í fangelsi.

Samkvæmt Mirror fékk Ike Ekweremadu níu ára fangelsisdóm og átta mánuði að auki en þetta er í fyrsta skipti sem einhver er dæmdur fyrir líffærabrask í Bretlandi. Eiginkona hans, Beatrice, fékk fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm og læknirinn Dr. Obinna Obeta fékk 10 ára dóm. Dóttir þeirra, Sonia, var sýknuð af ákærunni.

 „Viðbjóðslegt brask“

Yfirdómari réttarins sagði við réttarhöldin, sem var sjónvarpað: „Mannsal yfir landamæri í þeim tilgangi að braska með líffæri, er ein tegund þrælahalds. „Það meðhöndlar manneskjur og líkamshluta þeirra sem vörur sem hægt er að kaupa og selja. Þetta er brask sem nýtir sér fátækt, eymd og örvæntingu. Þið tókuð öll þátt í viðbjóðslegu braski.“

Varðandi þann skaða sem fórnarlambið hefði orðið fyrir ef hjónunum hefði tekist ætlunarverk sitt, sagði dómarinn: „Hann hefði þurft að eyða restinni af ævinni með aðeins eitt nýra og án tilskilins fjármagns fyrir nauðsynlega eftirmeðferð.“ Bætti hann við að áhættan hafi ekki verið útskýrð fyrir manninum og að hann hafi ekki samþykkt þetta „í hvaða merkingu sem er“.

Vel skipulagt

- Auglýsing -

Áður en dómurinn féll, kom fram að Ike, sem er sextugur þingmaður í Nígeríu, og eiginkona hans, Beatrice, 56 ára, væru sökuð um að leggja á ráðin um að flytja ungan mann frá Nígeríu til Bretlands til að fá hjá honum nýra. Þá var milligöngumaður þeirra Dr. Obinna Obeta, fimmtugur, einnig kærður en þau höfðu búið til ítarlega sögu til að reyna að komast upp með þetta en meðal annars notuðu þau tengsl sín til að redda manninum dvalarleyfi.

Fórnarlambið er 21 árs gamall götusölumaður frá Lagos en hann átti að fá tæpar 14 milljónir króna fyrir nýrnaaðgerð í Royal Free spítalanum í London. Þegar á hólminn var komið reyndist hann ekki hentugur nýrnagjafi og hófu hjónin því að leyta að nýrnagjafa í Tyrklandi.

Það er löglegt að gefa frá sér nýra en það er ólöglegt að borga einhverjum fyrir það. Aðspurð af hverju þau hafi ekki beðið einhvern úr fjölskyldunni að gefa dóttur þeirra nýra, svöruðu hjónin: „Við vildum að áhættan sem fylgdi þessu myndi lenda á einhverjum sem við þekktum ekki.“

- Auglýsing -

Mætti grátandi á lögreglustöð

Rannsókn hófst á málinu eftir að hinn ungi maður fór til lögreglunnar eftir að hafa sofið á götunni í nokkra daga. Er hann kom á lögreglustöðina var hann grátandi og í uppnámi.

Fórnarlambið, sem ekki er nafngreindur af lagalegum ástæðum, sagði fyrir rétti að hann hefði einungis frétt hvað stæði til þegar honum var ekið á spítalann í Norður-London. Í yfirlýsingu frá honum sem lesin var upp í réttinum sagði hann: „Ég hefði aldrei samþykkt þetta. Líkami minn er ekki til sölu.“ Þá talaði hann um að hann óttaðist eigið öryggi sem og öryggi fjölskyldu sinnar í Nígeríu sem hefðu fengið heimsókn og hún beðin um að hætta við ákæruna. „Ég get ekki hugsað mér að fara heim til Nígeríu. Þetta fólk er gríðarlega valdamikið og ég hef áhyggjur af fjölskyldu minni. Jafnvel þótt ég búi eins og er í Bretlandi, veit ég að ég þarf að fara varlega. Ég hef engan að hér, enga fjölskyldu, enga vini. Ég þarf að byrja líf mitt upp á nýtt. Ég hef áhyggjur af fjölskyldu minni í Nígeríu en mér var sagt að pabbi hafi fengið heimsókn og honum sagt að stöðva ákæruna.“

Sagði hann lögreglunni að hann vildi ekki krefjast bóta frá „slæmu fólki“ því að því fylgdi „álög og slæm lukka“.

„Ætlun mín nú er að vinna og mennta mig og spila knattspyrnu.“

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -