Föstudagur 13. september, 2024
4.8 C
Reykjavik

Risastór krókódíll gripinn með lík í kjaftinum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Risastór krókódíll fannst með lík í kjaftinum í Flórída.

Jamarcus Bullard var á leið í atvinnuviðtal á föstudaginn var í bænum Largo í Flórída þegar hann sá krókódíl. Var þetta í fyrsta skipti sem Bullard hafði séð krókódíl á ævinni svo hann ákvað að fylgjast aðeins með honum. Eftir að hafa fylgst með honum í stutta stund taldi Bullard sig sjá mannslík í kjaftinum á krókódílnum. 

Bullard ákvað í framhaldinu að hlaupa á slökkvistöð til að láta yfirvöld vita. Starfsmenn þar gerðu viðeigandi aðilum viðvart og var götunni lokað í framhaldinu. Þegar yfirvöld höfðu náð krókódílnum var það staðfest að um lík af manneskju hafi vissulega verið í kjaftinum á dýrinu. Við mælingu reyndist krókódíll vera rúmir fjórir metrar á lengd. Krókódíllinn var í framhaldinu aflífaður.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -