Sunnudagur 4. desember, 2022
-1.2 C
Reykjavik

Robbie Coltrane allur: Heillaði heimsbyggðina sem Hagrid

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Robbie Coltrane, leikarinn góðkunni, sem var einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem risinn Hagrid í kvikmyndunum um Harry Potter er látinn. Hann var72 ára gamall.

Langt er um liðið síðan Coltrane hóf leikferil sinn árið, árið 1978, er hann lék í leikritinu The Slab Boys, í Traverse-leikhúsinu í Edinborg í Skotlandi.

Ferill Coltrane fór á flug um miðjan níunda áratug síðustu aldar; þá lék kappinn í kvikmyndunum Ghost Dance og Krull.

Hann varð síðan stórstjarna árið 2001; þá hreppti hann hlutverk Rubeus Hagrid í kvikmyndinni um Harry Potter og viskusteinin; en hann lék Hagrid í sjö kvikmyndum til viðbótar á árunum 2002 til 2011.

Coltrane glímdi við vanheilsu síðustu árin; var þjakaður af slitgigt sem fór versnandi með árunum. Síðustu árin voru Coltrane hálfgerð martröð því sársaukinn af völdum slitgigtarinnar var svo mikill að Coltrone var í hjólastól og var einfaldlega skugginn af sjálfum sér.

Coltrone eignaðist tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Rhonu Gemmel, en þau giftu sig árið 1999 en skildu fjórum árum síðar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -