Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Roger Waters svarar fyrir sig: „Foreldrar mínir börðust við nasista í seinni heimsstyrjöldinni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Nýleg framkoma mín í Berlín hefur valdi árásum frá þeim sem vilja rægja og þagga niður í mér vegna þess að þeir eru ósammála pólitískum skoðunum mínum og siðferðisreglum.“ Svo hljóðar upphafið á yfirlýsingu frá Roger Waters, einum af stofnendum rokkgoðsagnarinnar Pink Floyd, sem sætir nú rannsókn lögregluyfirvalda í Berlín eftir að hann kom fram á tónleikum þar í borg, klæddur afskræmingu af nasistabúningi en slík múnderíng hefur verið partur af ádeilu hans á hvers kyns fasisma um árabil.

Waters gaf úr yfirlýsingu um helgina þar sem hann svarar ásökunum en hana má lesa hér að neðan í íslenskri þýðingu.

„Þeir þættir í framkomu minni sem hafa verið dregnir í efa eru nokkuð greinilega yfirlýsing á andstöðu við fasisma, óréttlæti og ofstæki í öllum sínum myndum. Tilraunir til að sýna þá þætti sem eitthvað annað, eru ósanngjarnar og pólitískar. Sú mynd sem ég hef dregið af ósvífnu lýðskrumi fasista, hefur verið hluti af tónleikum mínum síða  „The Wall“ með Pink Floyd kom út árið 1980.

Ég hef eytt öllu lífi mínu í að tala gegn forræðishyggju og kúgun hvar sem ég sé hana. Þegar ég var barn, rétt eftir stríð var nafn Önnu Frank oft nefnt heima hjá okkur, hún varð varanleg áminning um hvað gerist þegar fasisminn er látinn óheftur. Foreldrar mínir börðust við nasista í seinni heimsstyrjöldinni, þar sem faðir minn borgaði æðsta verðið.

Burtséð frá afleiðingum árásanna á mig mun ég halda áfram að fordæma óréttlætið og alla þá sem það fremja.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -