Sunnudagur 15. september, 2024
6.6 C
Reykjavik

Rússi sakfelldur fyrir stríðsglæp: „Varstu að vernda mig frá eiginmanni mínum, sem þú drapst?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn rússneski hermaður, Vadim Shishimarin var sakfelldur fyrir að skjóta hinn 62 ára gamla Oleksandr Shelipov, óbreyttan borgara, til bana er hann hjólaði framhjá Vadim og nokkrum félögum hans í Rauða hernum. Hlaut hinn 21 árs Vadim lífstíðarfangelsi. Er Vadim fyrsti hermaðurinn til að vera dæmdur fyrir stríðsglæp í stríðinu í Úkraínu.

Sjá einnig: Rétta yfir rússneskum hermanni vegna stríðsglæps: „Ég get ekki fyrirgefið honum“

Vadim Shishimarin var sakfelldur fyrir að hafa skotið óvopnaðan almennan borgara, hinn 62 ára gamla Oleksandr Shelipov, til bana á götu úti skömmu eftir að rússneskt herlið réðist inn í Úkraínu í febrúar. Sýndi hann engin svipbrigði þegar dómurinn yfir honum var lesinn upp.

Samkvæmt úkraínskum yfirvöldum eru yfir 11.000 stríðsglæpa til rannsóknar og því nokkuð víst að Vadim sé aðeins fyrsti sakborningurinn af mörgum.

Í frétt BBC er sagt frá dramatísku augnabliki í réttarhöldunum þar sem ekkja Oleksandr, Kateryna Shelipova gekk á hinn unga hermann og spurði hann „Vinsamlegast segðu mér, af hverju komuð þið hingað? Til að vernda okkur?“ en það er það sem forseti Rússlands, Pútin hefur haldið fram, til að réttlæta innrásina. Hún hélt áfram: Vernda okkur frá hverjum? Varstu að vernda mig frá eiginmanni mínum, sem þú drapst?

Hermaðurinn svaraði engu en áður hafði hann beðið hana að fyrirgefa sér en bætti við „En ég skil að þú munt ekki geta fyrirgefið mér.“

- Auglýsing -

Lögmaður Vadim segist ætla að áfrýja dóminum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -