2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Fékk bleyju senda í pósti – „Er þetta ekki full langt gengið?“

Í vikunni hafa einhverjum nýbökuðum foreldrum borist bleyjur frá Libero í pósti. Dagur Bollason er einn þeirra en hann vekur athygli á þessari markaðsherferð á Twitter. Hann setur spurningarmerki við aðferð Libero á Íslandi sem honum þykir heldur ósvífin.

„Þetta fékk ég sent í pósti í morgun. Eru sem sagt markaðsfyrirtæki að skrapa saman kennitölum nýfæddra barna úr þjóðskrá og hafa svo upp á foreldrum til að senda þeim óumbeðið markaðsefni þó maður sé með rauðmerktan póstkassa? Er þetta ekki full langt gengið?“ skrifar Dagur í færslu á Twitter.

Í samtali við Mannlíf segist Dagur hafa sent skilaboð til Libero á Íslandi til að koma athugasemd sinni á framfæri. „Þau sögðust hafa skilning á þessu en þetta er tæknilega löglegt,“ segir Dagur.

Í lagi að senda á foreldra

AUGLÝSING


Samkvæmt reglum Þjóðskrár Íslands er óheimilt að senda markpóst til barna, en heimilt er að senda markaðsefni til foreldra barna að því gefnu að þeir séu ekki skráðir á bannskrá.

Í Twitter færslunni tekur Dagur fram að hann sé með „rauðmerktan póstkassa“ en í athugasemd við færsluna er honum bent á að slík merking frá Póstinum dugi ekki til heldur þurfi hann að skrá sig á bannskrá sem Þjóðskrá heldur yfir þá sem vilja ekki að nöfn þeirra komi fram á úrtakslistum sem kann að vera beitt í markaðssetningarskyni.

Færslu Dags má sjá hér fyrir neðan:

Lestu meira

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum