2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Magnaðar myndir af stöðum sem vanalega iða af lífi

Ljósmyndarar víða um heim hafa náð mögnuðum myndum síðan kórónuveirufaraldurinn braust út. Fólki er gert að halda sig heima til að draga úr útbreiðslu COVID-19 og á meðan er tómlegt um að litast í borgum sem vanalega iða af lífi.

Hér ber að líta nokkrar ljósmyndir frá stöðum sem undir venjulegum kringumstæðum eru aldrei mannlausir.

Tómlegt í kringum skakka turninn í borginni Písa á Ítalíu þann 17. apríl. Starfsmenn borgarinnar úða sótthreinsandi efni á torgið. Mynd / EPA

Ströndin í Ocean City í Maryland-fylki í Bandaríkjunum leit svona út í gær, 22. apríl. Mynd / EPA

AUGLÝSING


Sjaldséð sjón. Verslunargata Oxford Street í London fyrr í þessum mánuði. Mynd / EPA

Gatnamót í Barselóna á Spáni 18. apríl. Mynd / EPA

Torgið fyrir utan Duomo-kirkjuna í Mílanó er sjaldan autt. Mynd / EPA

Rólegt í Hollensku borginni Amsterdam um mánaðarmótin. Mynd / EPA

Maður fóðrar dúfurnar á torgi í Istanbúl, Tyrklandi þann 13. apríl. Enginn annar á ferli. Mynd / EPA

Fáir á ferli á Times Square í New York í gær. Vanalega er ekki þverfótað fyrir fólki á torginu. Mynd / EPA

Fjöldi ferðamanna leggur leið sína að Effelturninum í París á hverjum degi. Svona var staðan 21. apríl. Mynd / EPA

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum