2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Segir ákvörðun Boris Johnson grafa undan trúverðugleika hans

Breski þingmaðurinn Edward Davey er meðal þeirra sem hafa sem hafa gagnrýnt ákvörðum Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands um að verja brot aðalráðgjafa síns, Dominics Cummings, sem braut reglur á útgöngubanni.

Forsaga málsins er sú að Cummings fór að minnsta kosti tvisvar akandi þvert yfir England til að heimsækja foreldra sína og koma syni sínum í pössun eftir að bæði hann og eiginkona hans sýndu einkenni COVID-19. „Hann gerði það sem allir feður myndu gera,“ sagði Johnson á blaðamannafundi í gær.

Davey segir ákvörðum Johnson, um að verja brot Cummings í stað þess að reka hann, grafa undan trúverðugleika hans. Davey hefur nú kallað eftir rannsókn á málinu.

Davey sagði málið allt koma í veg fyrir að ríkisstjórnin geti einbeitt sér að vinnunni sem er fram undan. Þetta sagði hann í samtali við BBC. Hann ítrekaði að Johnson hefði átt að reka Cummings.

AUGLÝSING


Davey sagði forsætisráðherrann hafa gefið fólkinu í landinu skýr fyrirmæli um að halda sig heima en að nú sé komið í ljós að aðalráðgjafi hans fyldi ekki reglunum. Hann sagði erfitt að komast yfir þá staðreynd. „Ég vona að forsætisráðherrann átti sig,“ sagði Davey.

Fréttir um brot Cummings á útgöngubanni hefur vakið mikla reiði meðal almennings í Bretlandi. Johnson virðist svo hafa gert illt verra á blaðamannafundinum í gær en hann las upp yfirlýsingu en neitaði að svara frekari spurningum um ferðir Cummings.

Boris Johnson þykir ekki hafa veitt greinargóðar upplýsingar á blaðamannafundinum í gær. Mynd / EPA

Sjá einnig: Boris Johnson ver brot aðalráðgjafa síns

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum