Miðvikudagur 6. desember, 2023
0.8 C
Reykjavik

Segir hegðun Lafði Súsönnu ofbeldi: „Þetta var eins og yfirheyrsla“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stofnandi góðgerðasamtakanna Sistah Space, sem varð fyrir rasískri hegðun af hendi Lafði Súsönnu Hussey í Buckingham-höll á dögunum, segir samskiptin hafa verið misnotkun.

Ngozy Fulani var ítrekað spurð út í bakgrunn hennar af Lafði Súsönnu sem er guðmóðir Vilhjálms prins, í Buckingham-höll á þriðjudaginn. Sagði Lafðin upp starfi sínu við hirðina í kjölfarið.

Líkti Fulani samtalinu við hina 83 ára Lafðina sem „yfirheyrslu“ en Fulani var stödd í höllinni sem gestur sem stofnandi góðgerðasamtakanna Sistah Space sem hjálpa konum sem lent hafa í heimilisofbeldi. Lýsti hún því í viðtali hvernig Lafðin tók í hár sitt og ýtti því frá svo hún sæi nafnspjald hennar. Í kjölfarið hófst „yfirheyrslan“ um uppruna hennar.

Drottningin og Lafðin

Í viðtali við BBC Radio 4’s Today sagði Fulani: „Þetta var eins og yfirheyrsla. Ég hugsa að það sé besta leiðin til að útskýra þetta.“ Í viðtalinu hafnaði hún því að aldur Lafðinnar hefði eitthvað að gera með þessa hegðun hennar. „Við skulum bara hafa það á hreinu hvað þetta er. Ég hef heyrt svo margar útskýringar um að þetta tengist aldri hennar og fleira í þeim dúr og mér finnst það í raun hálfgert virðingaleysi, aldursfordómar einhverskonar. Ég verð virkilega að velta því fyrir mér hvernig þetta getur gerst í rými sem á að vernda konur gegn alls kyns ofbeldi. Jafnvel þó að þetta sé ekki líkamlegt ofbeldi, þá er þetta misnotkun.“ Fulani hélt áfram: „Þegar þú býður fólki á viðburð gegn heimilsofbeldi og þar er fólk af mismunandi lýðfræðilegum grunni, sé ég ekki að það skipti nokkru máli hvort ég sé Breti eða ekki Breti. Ég er mjög stolt af afrískri arfleifð minni. Þetta var eins og Windrush-málið fyrir mér. Þú ert að reyna að láta mér líða óvelkomna í mínu eigin rými.“ Bætti hún við að henni hefði liðið eins og hún hafi verið beðin um að segja upp breska ríkisborgararétti sínum.

Hér fyrir neðan má sjá brot úr viðtalinu:

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -