Seinheppinn bílþjófur læsti sig í bíl í Bandaríkjunum.
Hann Ravesh Rabindranauth vill eflaust gleyma mánudeginum sem allra fyrst en hann var gripinn við þjófnað á Corvette-bifreið í Miami í Flórdía af eiganda bílsins. Rabindranauth hafði með einhverjum hætti náð að brjóta sér leið inn í bílinn, sem ekki liggur fyrir að svo stöddu, en hann náði hvorki að koma bílnum í gang né að komast út úr bílnum.
Julio Solano, eigandi bílsins, var heldur betur hissa þegar hann sá Rabindranauth sitja í bílnum en Solano hafði skilið bílinn eftir í bílastæðahúsi meðan hann fékk sér morgunmat. Rabindranauth grátbað Solano að sleppa sér en hann hringdi á lögregluna sem kom og handtók Rabindranauth á staðnum. Í samtali við fjölmiðla vestanhafs sagði Solano að þorparinn hefði auðveldlega geta komist út úr bílnum ef hann hefði vitað að handvirk hurðarlæsing var undir sæti ökumanns.
Rabindranauth hefur verið ákærður fyrir tilraun sína til að ræna bílnum.
Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér.