Þriðjudagur 21. mars, 2023
2.8 C
Reykjavik

Sex ára drengur sem skaut kennara sinn verður ekki kærður – Ekki talinn geta setið réttarhöld

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sex ára drengur sem skaut grunnskólakennara sinn í Virginíuríki í Bandaríkjunum, verður sennilega ekki kærður að sögn saksóknarans.

Fram kemur í frétt BBC að yfirvöld í borginni Newport News í Virginíuríki, hafi enn ekki tekið ákvörðun hvort einhver fullorðinn einstaklingur verði kærður fyrir skotárásina.

Lögreglan hefur gefið það út að drengurinn hafi komið með byssu í bakpoka sínum í Rickneck-grunnskólann þar sem hann stundar nám, þann 6. janúar. Kennari hans, hin 35 ára Abigail Zwerner var skotin í hendina og bringuna en lifði af.

Howard Gwynn, lögmaður á vegum borgarinnar, sagði á miðvikudaginn við NBC News að lögfræðistofa hans myndi ekki kæra drenginn. „Möguleikinn á að sex ára geti setið réttarhöld er vandkvæðum bundinn,“ sagði hann og átti við að barnið væri of ungt til að skilja réttarkerfið. Bætti hann við: „Markmið okkar er ekki bara að gera eitthvað eins fljótt og auðið er. Þegar við greinum allar staðreyndir málsins munum við ákæra hvern þann eða þau sem við teljum okkur geta sannað að hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að viðkomandi hafi framið glæp.“

Í öðru viðtali við ABC News sagði Gwynn að það sé almennt samkomulag meðal bandarískra lögfræðinga um að sex ára barn „geti ekki myndað sér þann glæpsamlega ásetning sem til þarf til að gerast sekur um alvarlega líkamsárás.“

Kennarinn, Zwerner hefur nú kært skólaumdæmi ríksisins eftir að hún var skotin í gegnum hönd sína og í efri part bringunnar eftir að það sem lögreglan hefur kallað „deilur“ við fyrsta bekkjar nemanda.

- Auglýsing -

Byssan var löglega keypt og var í eign móður drengsins, að sögn lögreglu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -