2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Sex látnir og óttast um átta

Að minnsta kosti sex eru látnir og óttast er að átta aðrir hafi farist, eftir að eldgos hófst á Whakaari á Nýja Sjálandi. Að sögn lögreglu voru 47 ferðamenn á eyjunni þegar gosið hófst; 24 Ástralir, níu Bandaríkjamenn, fimm Nýsjálendingar, fjórir Þjóðverjar, tveir Kínverjar, tveir Bretar og einn frá Malasíu.

Upplýsingar virðast þó eitthvað vera á reiki því samkvæmt erlendum miðlum eru tvær breskar konur meðal slasaðra, á meðan enn er leitað að bresku pari; konu og manni.

Að sögn Jean Rakos, móður Karl Rakos frá Darlington í Durham, hefur ekkert heyrst frá parinu frá því að þau sendu skilaboð á sunnudag til að láta vita að þau væru komin til Nýja Sjálands. Um var að ræða fimmtugsafmælisferð Deboruh Rakos.

Forsætisráðherrann Jacinda Ardern ræðir við viðbragðsaðila. Mynd/epa

AUGLÝSING


Samkvæmt Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, virðist ekkert líf vera á eyjunni.

Vitni hafa lýst hryllilegum brunasárum þeirra sem ekki tókst að komast í skjól. 31 var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar eftir að gosið hófst en 27 eru sagðir hafa verið brenndir á yfir 30% líkamans.

Um 10 þúsund manns heimsækja Whakaari ár hvert. Viðbragðsaðilar fylgjast með eyjunni úr þyrlum og bátum en vegna sterkra vinda hefur ekki verið hægt að senda dróna til að kanna aðstæður nánar.

Whakaari er í einkaeigu og hafa margir gagnrýnt að ferðamönnum sé hleypt þangað vegna eldvirkninnar í fjallinu.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum