Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Sjómenn og húðflúrin þeirra – Hvað þýða þau?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Húðflúr hafa ekki alltaf verið eins algeng og þau eru núna. Í dag er nánast undantekning ef maður er ekki með blekaða húð einhversstaðar á líkamanum. Á árum áður voru það helst sjómenn og mótorhjólakappar sem báru húðflúr en hver man ekki eftir að hafa séð akkeri eða svölu húðflúrað á sjómanni í gömlum kvikmyndum eða teiknimyndum? Stjáni blái bar til að mynda ekki eitt akkeri, heldur tvö. En hvað þýddu þessi húðflúr hjá amerískum sjómönnum?

Samkvæmt bókinni 100 years of Tattoos höfðu hin frægu sjóarahúðflúr meiningar sem fáir vissu um, aðrir en sjóararnir sjálfir. Sum lýstu ferðalagi sjómannana, önnur báru þeir í von um að lukkan léki við þeim ef illa færi. Við skulum taka dæmi.

Fullbúið seglskip þýddi að sjómaðurinn hafði siglt um Horn-höfða við Chile sem er ein hættulegasta siglingaleið heims. Ef sjóarinn var með svölu á líkamanum þýddi það að hann hefði ferðast 8046 km (e. 5000. miles) um höfin. Eitt stakt akkeri þýddi að sjómaðurinn hefði siglt yfir Atlantshafið eða að hann sigldi á kaupskipi. Ef þú varst með tvö akkeri sem krossuðust og voru staðsett á milli þumalfingurs og vísifingurs, þýddi að þú varst bátsmaður. Í seinni heimstyrjöldinni tíðkaðist það meðal sjómanna að húðflúra svín og hana á ristina, til að koma í veg fyrir drukknun. Hanar og svín voru flutt í skipum í boxum sem flutu í sjónum og því oft eina lífið sem bjargaðist í sjóskaða.

Hér fyrir neðan má sjá teikningu sem útskýrir húðflúrin en myndina teiknaði Lucy Bellwood.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -