Sjónvarpsþáttaröð um fortíð Mildred Ratched úr Gaukshreiðrinu

Deila

- Auglýsing -

Allir sem séð hafa kvikmyndina Gaukshreiðrið muna eftir hjúkrunarkonunni illskeyttu Mildred Ratched sem virtist skorta alla jákvæða eiginleika. Nú hefur Netflix fengið leikstjórann Ryan Murphy til að gera sjónvarpsþáttaröð um forsögu hjúkrunarkonunnar og verður fyrsta þáttaröðin frumsýnd 18. september. Það er Sarah Paulson sem leikur Ratched.

Í þáttaröðinni er farið yfir sögu Ratched frá árinu 1947 og þess freistað að varpa ljósi á þróun hjúkrunarkonunnar úr ungri hjartagóðri konu yfir í það tilfinningalausa skrímsli sem áhorfendur kynntust í kvikmyndinni Gaukshreiðrinu sem Milos Forman gerði eftir skáldsögu Ken Kesey 1975 og Jack Nicholson átti stjörnuleik í.

Sjónvarpsþáttaröðin skartar hverri stórstjörnunni á fætur annarri, leikararnir Cynthia Nixon, Judy Davis, Sharon Stone, Jon Jon Briones, Finn Wittrock, Charlie Carver, Alice Englert, Amanda Plummer, Corey Stoll, Sophie Okenedo, og Vincent D’Onofrio koma öll við sögu í þáttunum.

Fyrir þá sem vilja rifja Gaukshreiðrið upp áður en þættirnir koma út er ekki úr vegi að kíkja á meðfylgjandi stiklu úr myndinni.

 

 

- Advertisement -

Athugasemdir