Þriðjudagur 3. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Skelkaðir farþegar skemmtiferðaskips við Tenerife héldu að þeir myndu deyja – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skelfingu lostnir farþegar skemmtiferðaskips sendu „kveðjuskilaboð“ til ástvina af ótta við að þeir myndu „deyja eins og á Titanic“ þegar risastormur velti skipinu í „45 gráður“.

Dan So var að yfirgefa Bar-Svar (e. Pub-Quiz) um borð í skemmtiferðaskipinu Royal Caribbean sem sigldi frá Spáni til Miami í Bandaríkjunum síðastliðinn fimmtudag [7. nóv.] þegar hann heyrði „öskrur og glös brotna“. Hinn 41 árs gamli So segist hafa tekið eftir því að þilfarið hallaði í „45 gráðu horn“ og byrjaði að taka upp dramatískt myndband af örvæntingarfullum farþegum sem halda fast í veggi og borð.

Í myndbandinu má sjá má stafræna auglýsingatöflu renna um gólfið og lenda á einum skelkuðum farþega sem ýtti henni frá sér áður en hann tók í hönd konu og hljóp í burtu. Dan segist hafa haldið „að hann myndi deyja“ þar sem skipið hafi legið í gríðarlegum halla í „um það bil þrjár mínútur“ en hann var svo sannfærður um örlög sín að hann sendi jafnvel kveðjuskilaboð til vinnufélaga sinna.

Skipið hafði lent í stormi undan strönd Tenerife á Spáni og Royal Carribean-fyrirtækið segir að einn gestanna hafi slasast. Annað myndskeið sem tekið var eftir að skipið hafði náð jafnvægi sýnir hluti í einni af verslunum á þilfari skipsins á víð og dreif um gólfið, þar sem ein kona virðist vera að rífast við starfsfólk.

Dan, sem er stofnandi tæknisprotafyrirtækisins Bookeeping.ai, segir að það hafi verið „mikill léttir“ þegar þrautin var yfirstaðin og telur að þetta sé merki um að loftslagsbreytingar hafi áhrif á sjóferðir. Sagt er að 12 nátta siglingin hafi neyðst til að taka ófyrirséð stopp í Las Palmas á Spáni, svo slasaðir gestir gætu farið frá borði en hún er nú aftur komin af stað.

Dan, sem er frá Toronto í Kanada, sagði: „Þegar ég fór út af kránni heyrði ég öskur, glös féllu um og skipið var farið að hallast. Maður sá heilt auglýsingaskilti lenda á strák og hann bjargar sér og grípur kærustuna sína. Hann var í losti. Ég velti því fyrir mér hvort þetta væri eðlilegur hlutur en því meira sem ég heyrði fólk öskra þá varð ég hræddur og varð að slökkva á myndbandinu. Í myndbandinu sést ekki fullur halli á skipinu, heldur bara hálfur halli. Þetta var eins og Titanic. Einhverjir sögðu mér að koma til þeirra svo við héldum hvort öðru og stólunum í kringum okkur. Ég hafði haldið að þetta gæti verið endalokin og skipið væri að sökkva í sjóinn. Ég tók upp símann minn og sendi samstarfsmönnum mínum skilaboð um að ég vissi ekki hvað myndi gerast og að fara vel með sig.“

- Auglýsing -

Hann hélt áfram: „Ég var að skrifa síðustu skilaboðin með það í huga að ég myndi deyja. Venjulega vaggar skipið í ölduganginum en í þetta skipti hallaði það á annarri hliðinni í  fimm mínútur. Það hélt stöðu sinni í um það bil þrjár mínútur. Þegar það hallaði aftur var það mikill léttir og ég áttaði mig á því að við höfðum lifað af eitthvað stórt. Ég fæ hroll við að horfa á myndbandið og núna finnst mér ég hafa fengið nýtt líf því við héldum að við værum að deyja. Þetta sýnir að loftslagsbreytingar eru að valda einhverju sem jafnvel reyndir skipstjórar hafa ekki séð.

Talið er að skipið hafi lent í sjávarskafli, sem er skyndilegur stormur sem oft verður á sjó, og vindur þess velt skipinu. Dan segist hafa íhugað að hætta við skemmtisiglingu sína, nóttina sem óveðrið átti sér stað en hann hefur notið ferðarinnar og telur nú að hann muni halda bókuninni.

Þetta var í fyrsta skipti sem Dan fór í skemmtisiglingu en hann fullyrðir að hann hafi talað við farþega sem höfðu siglt í 30 ár og þeir hefðu aldrei upplifað neitt svipað. Hann merkti TikTok myndbandið sitt með eftirfarandi orðum „Skemmtiferðaskip lenti í sjóskafli í Atlantshafi og hallaði í 45 gráður“.

Haft hefur verið samband við Royal Caribbean til að fá viðbrögð. Talsmaður Royal Caribbean sagði í skriflegu svari: „Í óvæntum vindhviðum nálægt Tenerife á Spáni fór skip í einni af ferðum okkar á skyndilega hreyfingu. Einn gestur slasaðist og þurfti á frekari læknisaðstoð að halda, sem leiddi til þess að skipið kom við á Las Palmas á Spáni til að fara með hinn slasaða frá borði. Við komum þessum breytingum á ferðinni beint á framfæri við gesti okkar.“

- Auglýsing -

Hér má sjá myndbandið:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -