Sunnudagur 8. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Skógareldar á Spáni – Heimkynni stærsta úlfastofns í Evrópu brenna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Slökkviliðsmenn á Norður-Spáni keppast við að ná tökum á skógareldum sem geysa nú á svæðinu. Gríðarleg hitabylgja er nú á Spáni og hefur hitinn sjaldan mælst svo hár á þessum tíma árs. Fréttamiðillinn The Guardian fjallaði um málið en hundruð íbúa hafa þurft að yfirgefa heimili sín.

Lögreglan á Spáni sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem greint var frá því að betur gengi að ná tökum á eldunum, en rúmlega 600 slökkviliðsmenn tóku þátt í slökkvistarfinu. Sergi García, umhverfisverndarsinni á Spáni, sagði eldana mikið áhyggjuefni en hluti svæðisins sem varð eldinum að bráð er talið eitt mesta lífríki í Evrópu.

Meira en 70 fuglategundir þrífast í skóginum, en svæðið er þekkt fyrir að vera heimkynni eins stærsta úlfastofns í Vestur-Evrópu. Úlfategundin er kennd við Íberíuskagann hefur fjölgað jafnt og þétt við góðar aðstæður. Aðeins nokkur hundruð úlfar voru eftir á svæðinu fyrir tæpum fimmtíu árum, en í dag eru þeir um 2.500 talsins. Enn er óljóst hversu mikil áhrif eldarnir höfðu á lífríkið í skóginum, en unnið er að því hörðum höndum að halda eldunum í skefjum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -