Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Skotmaðurinn í gæsluvarðhald á lokaðri geðdeild – Birti óhugnanlegt myndband

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karlmaðurinn sem grunaður er um skotárás í verslunarmiðstöðinni Field’s í Kaupmannahöfn í gær, þar sem þrír létust, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. júlí, eða næstu 24 daga. Þetta kemur fram á RÚV en lögreglan í Kaupmannahöfn greindi frá þessu upp úr hádegi.

Maðurinn sem um ræðir er 22 ára gamall Dani og á blaðamannafundi dönsku lögreglunnar í dag kom fram að hann ætti sögu um andleg veikindi. Einnig var sagt frá því að hann hefði komist í kast við lögin áður.

Hinn grunaði er sagður aðhyllast hægri öfgaskoðanir og hefur því sumstaðar verið haldið á lofti að um hatursglæp hafi verið að ræða. Lögregla hefur þó ekki gefið neitt slíkt út. Þó hefur komið fram að skotmaðurinn virðist ekki hafa valið skotmörk sín sérstaklega, heldur hafi hann skotið af handahófi allt sem fyrir var.

Maðurinn er sagður hafa birt myndband á Youtube-aðgangi sínum daginn áður en hann framdi ódæðið sem sýnir hann miða riffli og skammbyssum að eigin höfði og taka í gikkinn nokkrum sinnum. Um sjö mínútna langt myndband er að ræða með titlinum „Mér er alveg sama“ (e. „I don’t care“). Youtube-síða hans hefur nú verið tekin niður.

Maðurinn verður vistaður á lokaðri réttargeðdeild meðan á gæsluvarðhaldinu stendur. Hann kom fyrir dómara fyrir luktum dyrum, en fjölmiðlum var hleypt inn þegar úrskurður var kveðinn upp. Úrskurður dómarans byggði á gögnum ákæruvaldsins, sem voru meðal annars myndbönd og vitnisburður fólks sem varð vitni að árásinni.

Gögnin sem lögð voru fram þykja styðja þá skoðun ákæruvaldsins að maðurinn sé hættulegur samfélaginu og gæti framið sambærilega glæpi og hann er nú grunaður um, fengi hann að ganga laus. Hann er sömuleiðis talinn geta tafið fyrir rannsókn málsins með því að eyðileggja sönnunargögn eða fela þau.

- Auglýsing -

Þrír einstaklingar létust í skotárásinni og fjórir liggja nú þungt haldnir á sjúkrahúsi. Tæplega 30 einstaklingar særðust.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -