Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Stjarna úr Game of Thrones gerist sendill í Belfast

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Michael Condron, sem lék næturvörðinn Bowen Marsh í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones, hefur heldur betur skipt um hlutverk og vinnur nú sem sendill í heimsendingum fyrir kjörbúðina Asda í Belfast. Og hann segist vera svo hrifinn af þeirri vinnu að hann sé að hugsa um að vinna við það áfram meðfram leiklistinni eftir að kórónaveirufaraldrinum lýkur.

„Hver einasta manneskja hefur hlutverki að gegna á þessum tímum,“ segir leikarinn í viðtali við vefsíðuna Belfast Life. „Fólk ætti núna virkilega að kunna að meta þá erfiðu vinnu sem aðrir sinna – ég held að fólk hafi oft gengið að þeim sem vinna í kjörbúðum sem sjálfsögðum hlut.“

Condron segist hafa verið með þó nokkur leiklistarverkefni á dagskránni þegar faraldurinn skall á en þeim hafi öllum verið frestað og því hafi hann haft svigrúm til að hjálpa til á þessum erfiðu tímum. Vinur hans hafi sagt honum að það vantaði sendla hjá Asda, hann hafi sótt um og fengið starfið. „Þessi vinna þýðir að ég get ennþá verið í samskiptum við fólk eins og ég gerði í leikhúsinu,“ segir hann. „Það hefur haldið geðheilsu minni í lagi og það er ekkert að breytast.“

„Þessi vinna þýðir að ég get ennþá verið í samskiptum við fólk eins og ég gerði í leikhúsinu.“

Michael Condron, sem lék næturvörðinn Bowen Marsh í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones.

Leikarinn segir fólkið sem hann færir vörurnar upp til hópa vera yndislegt fólk og hann njóti þess virkilega að spjalla við það. Sumir þekki hann og spyrji forviða hvort hann sé ekki „gaurinn sem er í sjónvarpinu“ en aðallega sé hann samt bara sá sem færir þeim sem ekki komast í búð lífsnæringu í útgöngubanninu.

Hann segir jafnframt að þessi reynsla hafi gert það að verkum að hann hafi kynnst alls kyns karakterum sem hann hefði ekki kynnst annars. „Og í gegnum þá reynslu að vinna fyrir Asda held ég að ég sé kominn með efni til að skrifa leikrit!“ segir Condron. „Mér hefur tekist að finna fjölmarga karaktera og þeir eru allir stórkostlegir!“

Persóna Condrons, Bowen Marsh, kom fyrir í tíu þáttum af Game of Thrones og var meðal annars einn þeirra sem leiddi uppreisnina gegn Jon Snow, sem áhorfendur þáttanna minnast með hryllingi. Fyrir þá uppreisn var hann síðan hengdur og þar með úr sögunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -