Miðvikudagur 27. september, 2023
9.1 C
Reykjavik

Subway vill að þú breytir um nafn

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Skyndibitastaðurinn Subway á það til að fara óhefðbundnar leiðir í markaðsherferðum og þessi er heldur betur óvenjuleg.

Ein stærsta skyndibitakeðja heimsins, Subway, hefur farið á stað með heldur óvenjulega markaðsherferð. Núna auglýsir keðjan eftir einstaklingi sem er tilbúinn til að breyta fyrra nafni sínu í Subway svo það gæti gerst seinna á árinu að það verði einhver út í Bandaríkjunum sem heiti t.d. Subway Jones eða Subway Kirkland. Subway mun velja einhvern „heppinn“ sem skráir sig til leiks. Sá sem verður valinn fær inneignarkort sem gildir á alla Subway-staði í Bandaríkjunum og mun það kort vera með inneign upp á 50 þúsund dali, sem eru tæpar 6,6 milljónir króna samkvæmt genginu í dag. Subway mun einnig borga kostnaðinn sem fylgir því að breyta nafninu í Subway, sem er talið að geti verið allt að 750 dalir. Því miður er þessi keppni aðeins í boði fyrir fólk sem býr í Bandaríkjunum.

Hér fyrir neðan er hægt að horfa á myndband af John Oliver tala um Subway í tæpar 27 mínútur

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -