Föstudagur 29. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Telja að kynóður hákarl hafi rifið ferðamenn í sundur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tvær hákarlaárásir hafa orðið við strendur Egyptalands með stuttu millibili. Báðar enduðu þær með dauða fórnarlambanna, sem voru hreinlega rifin í sundur af rándýrinu. Sérfræðingar segja hugsanlegt að árásirnar tengist fengitíma, en aðrir telja að hætta á slíku skapist vegna dýrahræja sem kastað sé í sjóinn af skipum.

Það var á vinsælum ferðamannastað við Rauðahafið að tvær konur voru tættar í sundur af hákörlum, með einungis tveggja daga millibili. Þetta kemur fram hjá breska blaðinu The Sun.

Árásirnar áttu sér báðar stað við Sahl Hasheesh-flóa í nágrenni borgarinnar Hurghada í Egyptalandi, í 96 kílómetra fjarlægð frá vinsæla ferðamannastaðnum Sharm El Sheikh. 68 ára kona sem var þar í fríi lést eftir að hákarl réðist á hana þegar hún var á sundi í sjónum og tætti af henni handlegg og fótlegg. Einungis tveimur dögum síðar fannst rúmensk kona látin eftir árás hákarls. Um 600 metrar voru á milli staðanna þar sem ráðist var á fyrri konuna og þar sem sú seinni fannst.

Árásir hákarla eru afar sjaldgæfar í Rauðahafinu og því rýna sérfræðingar nú í málið. Umhverfisnefnd á svæðinu telur árásirnar tengjast fengitíma hákarla og að um „kynóðan“ hákarl hafi verið að ræða.

Fengitími hákarla stendur yfir frá miðjum apríl fram til enda júlí. Á þeim tíma geta hákarlarnir orðið árásarhneigðir. Sérfræðingar telja mögulegt að árásirnar hafi verið framdar af sama hákarlinum.

Sam Purkis, sérfræðingur hjá Háskólanum í Miami sagðist í samtali við The Sun telja það líklegra að eitthvað hafi valdið því að fleiri hákarlar komu svo nálægt yfirborðinu á sama tímabili. Í því samhengi nefndi hann að vöruflutningaskip hafi fleygt dýrahræjum í Rauðahafið.

- Auglýsing -

„Það leiðir hákarla að yfirborðinu að róta eftir æti, sem kemur þeim í návígi við fólk á sundi,“ segir hann.

Rauðahafið hefur þá sérstöðu að vera afar djúpt, nálægt ströndunum. „Það þýðir að stærri dýr koma nær ströndunum, í samanburði við grynnri sjó nálægt strandlínum,“ segir Purkis.

„Flestir hákarlar halda sig í opnum höfum, ekki nálægt ströndum, þannig að mannfólk myndi yfirleitt ekki komast í návígi við þá, en Rauða hafið er öðruvísi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -