Þriðjudagur 26. september, 2023
10.1 C
Reykjavik

„Það þurfti að fjarlægja augað úr dóttur minni eftir að læknar greindu hana ranglega með exem“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Katherine O‘Neill, móðir ungrar stúlku í Bretlandi, fékk mikið áfall þegar fjarlægja þurfti annað augað úr dóttur hennar eftir að hún greindist með sjaldgæfa tegund krabbameins. Læknar sögðu henni upphaflega að um væri að ræða exem.  Miðillinn Mirror fjallaði um málið en áhyggjur móðurinnar hófust eftir að dóttir hennar, Amelia,  byrjaði að nudda vinstra augað skömmu eftir fæðingu.  Læknar sögðu henni að  hafa ekki áhyggjur en þegar stúlkan var 6 mánaða gömul tók amma hennar eftir því að augað hennar virtist „dautt“. Daginn eftir fór Katherine með dóttur sína til læknis og aðeins viku síðar greindist hún með E-gráðu æxli í vinstra auganu. Katherine segir lækna hafa í fyrstu verið sannfærða um að um exem  væri að ræða.

„Mér var fyrst ráðlagt af heilsugæslunni að setja brjóstamjólk á það(augað). Það var áberandi roði á augnlokinu, en augað virtist eðlilegt. Æxlið hafði farið fram hjá læknunum í sjónskoðun nýbura og mér var bent á að roðinn gæti verið exem,“ sagði Katherine og bætti við:„Þegar Amelia greindist var ég var niðurbrotin. Ég hringdi ekki í fjölskylduna mína þar sem ég gat ekki brotnað niður strax, ég átti eftir hálftíma göngutúr heim með börnin. Í gönguferðinni stöðvuðu tvær dömur mig til að dást að börnunum og ég man að ég var bara ekki til staðar – Mér fannst þetta svo súrrealískt og ég trúði ekki því sem mér hafði verið sagt“. Við tóku sex lotur af krabbameinslyfjameðferð yfir sex mánaða tímabil. Æxlið minnkaði en krabbameinið fór að vaxa á ný sem varð til þess að móðirin tók þá átakanlegu ákvörðun um að láta fjarlægja augað.

„Ég svaf í rúminu við hliðina á henni (meðan á krabbameinslyfjameðferð stóð), hún var tengd við vír og það var hræðilegt að fylgjast með þessu vitandi hversu veik hún yrði. Næsta morgun var hún mjög föl og um leið og hún vaknaði kastaði hún upp. Þetta gerði hana mjög syfjaða og veika. Ég tók þá ákvörðun að láta fjarlægja auga Ameliu. Hún var búin að ganga í gegnum nóg“.

Nokkur tími er nú liðinn frá aðgerðinni og segir móðir Ameliu henni ganga frábærlega. „Hún er ofurstjarna. Hún hefur svo yndislegan persónuleika. Hún hefur alltaf áhuga á að prófa nýja hluti og eignast nýja vini. Hún elskar Peppa Pig, að baka með ömmu, skella sér í garðinn og hjálpa til í eldhúsinu“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -