Sunnudagur 2. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

The Simpsons með spá sem vonandi rætist ekki – Furðu margt sem ræst hefur í gegnum tíðina

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Simpsons fjölskyldan frá Springfield hefur um áratugaskeið glatt heiminn með heimskupörum sínum og samfélagsrýni sinni. En þættirnir eru einnig frægir fyrir spádómsgáfur sínar. Spáin fyrir 2023 er hrollvekjandi.

Hér eru aðeins nokkur dæmi um það sem The Simpsons sáu fyrir:

Árásin á Siefried og Roy

Árið 1993 kom út Simpsons-þátturinn $pringfield (Or, How I Learned to Stop Worrying and Love Legalized Gambling). Í þættinum sjást töframennirnir Siegfried og Roy verða fyrir hrottalegri árás hvíts tígrisdýrs í miðri sýningu. Árið 2003 gerðist einmitt það, hvítt tígrisdýr réðist á Roy Horn í miðri sýningu og slasaði hann illa.

Donald Trump sem forseti Bandaríkjanna

Í þættinum Bart to the Future árið 2000, fóru spádómsgáfur höfundanna aldeilis á flug en í þættinum er skyggnst inn í framtíðina og talað um Trump sem fyrrverandi forseta. Í þættinum er systir Bart, Lisa forseti Bandaríkjanna. Segir hún á skrifstofu sinni: „Eins og þið vitið, erfðum við fjármálakreppu af Trump forseta.“

Líkindin eru uggvænleg.
- Auglýsing -

Sautján árum síðar varð Trump fertugasti og fimmti forseti Bandaríkjanna.

Árið 2008 sást Homer reyna að kjósa Barack Obama í kosningum en gölluð kosningavélin breytti vali hans. Fjórum árum síðar, neyddist kosningastjórn í Pennsylvaniu að fjarlægja kosningavél því hún breytti alltaf vali fólks á Obama og yfir í val á andstæðing hans, Mitt Romney.

Game of Thrones

- Auglýsing -

Árið 2017 virðist sem Simpsons-þáttur hafi spáð rétt fyrir um risaplott drekamóðurinnar Daenerys Targaryen í lokaþáttum Game of Thrones. Fyrir þá lesendur sem ekki hafa enn séð síðustu seríu þáttanna skal ekki minnst á plottið frekar.

En hér er mynd.

2023

Og nú er komin ný spá fyrir árið 2023 og hún er ekkert sérlega falleg.

The Simpsons virðst nú spá kjarnorkustyrjöld milli Bandaríkjanna og Kína. Í einum þættinum heyrist fréttamaður segja í sjónvarpinu: „Það er með mikilli sorg sem ég tilkynnig ykkur að Ameríka og Kína hafa lýst yfir stríði. Búist er við að massíf kjarnorkuárás nái að ströndum okkar á næsta klukkutíma!“

Og nú er bara að krossleggja fingur og vona að spáin rætist ekki en samskiptin milli þjóðanna hafa ekki verið jafn stirð og hún er um þessar mundir, um langt skeið.

Irish Mirror fjallaði um málið

@komar.tiktok It’s going to be a tough winter in 2023…😳 #scarytiktoks #world #foryoupage #viral #goviral #fyp #fy #creepy #scarystories #creepytok #trending #simpsons #prediction #usa #komar_053 #fakesituation⚠️ ♬ Creepy and simple horror background music(1070744) – howlingindicator


 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -