Mánudagur 9. september, 2024
3.3 C
Reykjavik

Tim Walz er varaforsetaefni Kamala Harris

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota-fylkis í Bandaríkjunum, hefur verið valinn sem varaforsetaefni Kamala Harris í komandi forsetakosningum Bandaríkjanna en frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs.

Valið á Walz hefur þótt líklegt um nokkurt skeið en Walz er gríðarlega vinsæll stjórnmálamaður en hann er fyrrverandi kennari og hermaður. Walz hefur verið ríkisstjóri Minnesota frá 2019 og telja margir ljóst að hann mun draga að kjósendur sem hefðu síður verið tilbúnir til að kjósa Kamala Harris.

Það stefnir því í harða baráttu milli Harris og Trump en Trump var talinn sigurstrangurlegur gegn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, áður en Biden dró framboð sitt til baka fyrir skömmu. Síðan þá hafa kannanir bent til þess að fram undan séu nokkuð jafnar og spennandi kosningar en eins og alþjóð veit þá hafa forsetakosningar í Bandaríkjunum oft mikil áhrif á heiminn eins og við þekkjum hann.

Í könnun sem Mannlíf framkvæmdi í júlí telja rúm 75% lesenda Mannlífs að Harris verði næsti forseti Bandaríkjanna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -