Þriðjudagur 15. október, 2024
5.7 C
Reykjavik

Tito Jackson er látinn: „Ég er agndofa og niðurbrotinn að heyra þessar hræðilegu fréttir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jackson 5 goðsögnin Tito Jackson er látinn, 70 að aldri.

Fjöldi manns hefur minnst bróður hins látna poppkóngs Michael Jackson sem er sagður hafa látist eftir að hafa fengið hjartaáfall við akstur. Tónlistaríkonið, sem er meðlimur í  frægðarhöll rokksins, kom síðast fram nú í ágúst. Hann var myndaður með Jackie Jackson og Marlon Jackson frá Jackson 5 og The Jacksons, að koma fram á Fool in Love hátíðinni á Hollywood Park Grounds 31. ágúst síðastliðinn í Inglewood, Kaliforníu.

Tito, Jackie og Marlon Jackson í ágúst síðastliðnum

Entertainment Tonight greinir frá því að Steve Manning, gamall fjölskylduvinur Jacksons og fyrrverandi umboðsmaður Jackson fjölskyldunnar, hafi sagt miðlinum að Tito hafi látist í gær og hafi verið að keyra frá Nýju Mexíkó til Oklahoma, telur Manning.

Fyrrum trommuleikari Jackson 5, Jonathan ‘Sugarfoot’ Moffett, skrifaði á Facebook: „Það er mikil sorg í hjarta mínu, anda og sál í kvöld. Ég og konan mín fórum og gengum út úr kvikmynd sem við vorum að horfa á í kvikmyndahúsi, rétt í þessu þar sem hún fékk smáskilaboð frá mjög nánum vini … að bróðir minn í hjarta og anda, Tito Jackson, sé látinn.“

„Ég er agndofa og niðurbrotinn að heyra þessar hræðilegu fréttir. Ég elska Tito eins og blóðbræður mína. Ég er í sjokki og algjörlega miður mín. Megi Guð og Jesús Kristur taka á móti sál hans og anda með opnum útréttum örmum og bjóða hann velkominn inn í himnahliðið … þetta er einlægasta bænin mín í nótt, þennan dag, þennan mánuð og núna … á þessu ári er ég andlaus.“

Moffett hélt áfram:

- Auglýsing -

„Er að reyna að ná áttum, hugsa um minningar um hann … og ná andlegum skynfærum í gang … einlægustu og dýpstu hugsanir mínar og bænir sendi ég seinni móður minni, Katherine (ást mín til Katherine … er eilíf. Elsku mamma, ég elska þig heitt). Hugur minn er hjá frændum mínum í hjarta og anda, 3T og öll barnabörnin hans, ég elska ykkur öll MJÖG mikið. Þið eruð önnur fjölskyldan mín. ég elska ykkur. Tito Jackson, bróðir minn … að eilífu, enn.“

Á þessu ári ræddi Mirror við Tito þar sem hann sagði að nú 15 árum eftir dauða Michael Jackson, sé söknuðurinn jafn sár og alltaf.

Hann sagði hvernig hann fyndi fyrir nærveru Michael þegar hann gengur út á sviðið og að hann sjái bros Michaels í andlitum barna sinna og hann sagðist halda áfram að berjast fyrir arfleifð Michaels.

- Auglýsing -

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -