Laugardagur 26. nóvember, 2022
3.1 C
Reykjavik

Tveir unglingar ákærðir fyrir morðið á 15 ára dreng

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Tveir unglingar hafa verið ákærðir fyrir morðið á Khayri McLean, sem var stunginn fyrir utan skólann sinn í síðustu viku. Khayri, sem var 15 ára, lést á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir hnífaárás við inngang skólans North Huddersfield Trust í Woodhouse Hill. Árásin átti sér stað klukkan 14:45 á miðvikudaginn og var Khayri fluttur á sjúkrahús í kjölfarið.

Piltarnir sem eru grunaðir um að hafa orðið Khayri að bana eru 15 og 16 ára gamlir og eru báðir búsettir í sama bæ. Þeir hafa einnig verið ákærðir fyrir vörslu vopna. Skólafélagar og aðrir bæjarbúar skildu eftir blómaskreytingar á vettvangi á föstudag til minningar um Khayri en í yfirlýsingu skólastjórans, Andrew Fell, er honum lýst sem „dásamlegum nemanda“. Þá er hann sagður hafa verið vinamargur og elskaður af vinum og fjölskyldu en söfnunarsíða hefur verið sett upp til þess að safna fyrir útför hans. Drengirnir mæta fyrir dómara í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -