Sunnudagur 4. desember, 2022
-2.2 C
Reykjavik

Ung kona kramdist undir fataskáp: „Hvíldu í friði fallega stelpa“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Tuttugu og eins árs kona fannst látin á hótelherbergi í Liverpool þann 10 september síðastliðinn. Talið er að skápur hafi fallið á hana og ollið dauða hennar. Móðir hennar skrifaði færslu á samfélagsmiðli þar sem hún minnist dóttur sinnar.

Chloe Haynes fannst látin inni á hótelherbergi í hinu fræga Adelphi hóteli í Liverpool um klukkan 6:37 þann 10 september síðastliðinn. Virðist sem stór og þungur fataskápur sem ekki var festur við vegginn, hafi fallið á hana og kramið til bana. Móðir Chloe, hin 49 ára Nicola Williams sagði í færslu á samfélagsmiðli að hún væri staðráðin í að vita öll smáatriði málsins.

Mæðgurnar

Chloe, sem átti tvíburabróður og þrjú önnur systkini, ferðaðist til Bítlaborgarinnar frá Hafan y Mor Haven Holiday Park í Phllheli í norður Wales, þar sem hún vann en planið var að fara út og sletta úr klaufunum. Deildi hún hótelherbergi með vinnufélaga sínum en það var einmitt hann sem kom að líki hennar.

Móðirin sagði að dóttir hennar hafi farið frá Pwllheli um klukkan 19:40 og á Adelphi hótelið til að fara í trúlofunarveislu. „Um miðnætti hafði hún verið búin að drekka skot og fleira og var orðin nokkuð slompuð, þannig að vinur hennar fór með hana upp á hótelherbergi svo hún gæti farið að sofa, áður en hann snéri svo aftur í veisluna. Svo virðist sem hún hafi vaknað og staðið upp og verið ringluð, ekki áttað sig á því hvar hún væri og að hún hafi opnað skápahurðina, haldandi að þetta væri baðherbergishurðin eða aðaldyrnar. Þetta var stór, gamall og þungur fataskápur og hann féll á hana og krambi barkann á henni.“

Sagði móðirin að vinur Chloe hafi snúið til bara snemma um morguninn og hafi þá séð þessa hrottalegu sýn. Hann hafi öskrað eftir hjálp og að tveir menn úr nærliggjandi herbergjum hafi komið og lyft skápnum af henni en það hafi verið um seinan.

Mennirnir þrír voru í byrjun yfirheyrðir af lögreglu en svo sleppt án ákæru. Lögreglan hefur staðfest að litið sé á andlátið sem slys.

Viðbragðsaðilar við hótelið
- Auglýsing -

Samúðarkveðjum og virðingavottum hefur flætt yfir samfélagsmiðlana þar sem einn vinur hennar segir til að mynda: „Hvíldu í friði fallega stelpa“ og annar sagðist: „Algjörlega hryggbrotin.“

Móðirin minnist dóttur sinnar einnig: „Hún elskaði dýr, hún átti lítinn hund sem hún kallaði Archie en hún dýrkaði hann. Það eru til svo margar ljósmyndir af þeim saman. Ég kallaði hana alltaf fugl (e. birdy). Hún var svo smágerð og lítil og hún var eins og lítill fugl þegar hún borðaði. Hún var þögul, ein af þeim sem talaði ekki nema þegar ástæða var til. En síðustu 12 mánuði hafði hún verið farin að koma út úr skelinni, var farin að fá sjálfstraust og átti stóran vinahóp. Hún var góð og umhyggjusöm og hún virtist ná góðri tengingu við samkynhneigða menn en það var einmitt þess vegna sem hún hitti vin sinn sem hún fór til Liverpool með.“

Sagði hún að dóttir sín hefði verið að safna fyrir bílprófi og utanlandsferð. „Hhún var að plana að taka bílpróf og var búin að safna smá pening fyrir því og svo langaði hana að fara til útlanda í frí með vinum sínum. Hún var bara að gera allt það sem 21 árs myndi gera.“

- Auglýsing -

Mirror fjallaði um málið.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -