Föstudagur 13. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Ungur maður fannst látinn í líkamsræktarstöð – Hafði legið í ljósabekk í þrjá daga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan í Indianapolis rannsakar nú dauðsfall sem átti sér stað í líkamsræktarstöð Planet Fitness.

Derek Sink fannst látinn í ljósabekk á líkamsræktarstöðinni þremur dögum eftir að hann fór inn í bygginguna, staðfesti skrifstofa dánardómsstjóra Marion-sýslu (MCCO) við People. Hann var 39 ára gamall.

„Enn stendur yfir rannsókn á andlátinu,“ sagði talsmaður MCCO við miðilinn. „Skrifstofa dánardómsstjóra Marion-sýslu mun ákvarða nákvæmlega dánarorsök.“

Sink hafði heimsótt Planet Fitness 8. nóvember en lík hans fannst að morgni 11. nóvember, sagði fjölskylda hans við staðbundinn samstarfsaðila NBC, WTHR. Frænka hans sagði einnig við fréttastöðina að sökum þess að hann var með eftirlitstæki á ökkla, hefðu rannsakendur getað séð að Sink hafi aldrei farið úr ræktinni eftir að kom þangað.

Tveimur dögum eftir að hafa farið í ræktina tilkynnti fjölskyldan hvarf Sink, samkvæmt gögnum lögreglunnar sem Indianapolis Star hefur fengið í hendur.

Ekki er ljóst hvernig dauð Sink bar að.

- Auglýsing -

Elizabeth Len, kona sem var að heimsækja Indianapolis Planet Fitness morguninn þegar Sink fannst, sagðist hafa fundið vonda lykt eftir að hafa farið inn í bygginguna 11. nóvember áður en hún áttaði sig á því að hún kæmi frá ljósabekjunum.

„Ljósabekkurinn hefur hurð, held ég,“ sagði hún við WTHR í viðtali sem birt var í gær. „En samt, hvers vegna höfum við ekki áhyggjur af því að ljósabekkurinn hafi hugsanlega verið lokaður í þrjá daga?

Planet Fitness vottaði fjölskyldu Sink samúð sína og lagði áherslu á hollustu sína í að vernda meðlimi stöðvarinnar.

- Auglýsing -

„Við vorum mjög sorgmædd vegna fráfalls eins meðlima okkar og eigandinn vinnur með yfirvöldum á staðnum í rannsókn þeirra,“ sagði McCall Gosselin, yfirmaður fyrirtækjasviðs Planet Fitness, í yfirlýsingu til E! News í gær. „Hjá Planet Fitness höfum við traustar rekstrarreglur, þar sem öryggi og vellíðan meðlima okkar er forgangsverkefni okkar.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -